fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 17:14

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum í umdæminu og utan þess vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar hófust fyrir hádegi og munu standa yfir fram eftir degi, en í þeim felst meðal annars að ráðist er í húsleitir á fjölmörgum stöðum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðgerðirnar eru unnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningunni.

Vísir greinir frá að samkvæmt þeirra heimildum séu aðgerðirnar tengdar fyrirtækjunum Vy-þrif, Pho Víetnam og Wok On, sem eru í eigu Davíðs Viðarssonar.

Mbl.is greinir frá að á sjö­unda tug lög­reglu­manna að lág­marki komi að aðgerðunum sem eru í gangi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Suður­nesj­um og Norður­landi eystra. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is snúa aðgerðirn­ar að veit­inga­stöðum, gisti­heim­il­um og heim­il­um fólks.

Um er að ræða stærstu eða með þeim stærstu aðgerðum sem lögreglan hefur staðið í að sögn Elínar Agnesar Krist­ín­ar­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ekki fæst gefið upp hvort einhver hafi verið handtekinn.

Veit­ingastöðum Wok On hefur verið lokað í aðgerðunum, sem og gisti­húsinu Kast­ali Gu­est­hou­se í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur á heimasíðu Wok On að allir staðir keðjunnar séu lokaðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum