fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Stýrivextir hjuggu í hagnað Festi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:24

Skjáskot Festi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignarhaldsfélagið Festi, sem er móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og vöruhótelsins Bakka, hefur sent frá sér ársskýrslu sína fyrir árið 2023. Þar kemur meðal annars fram að hagnaður félagsins dróst saman frá árinu 2022, ekki síst vegna fjármagnskostnaðar.

Í samantekt yfir efni skýrslunnar kemur fram að hagnaður Festi á síðasta ári var 3,4 milljarðar en árið 2022 4,1 milljarðar. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hækkaði hins vegar um 10 prósent tæplega. Úr 10 milljörðum í 11.

Í ávarpi Ástu Fjeldsted forstjóra Festi og Guðjóns Reynissonar stjórnarformanns er minnkandi hagnaður skýrður helst með því að hækkun stýrivaxta Seðlabankans hafi orsakað hækkun fjármagnsgjalda um 1,1 milljarð króna sem sé 47,2 prósent hækkun frá 2022.

Það sem skýri hins vegar hækkun EBITDA sé aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum og þá sérstaklega í dagvöruhluta en söluaukning varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en hún jókst um 12,2 prósent frá 2022. Framlegð af vörusölu hækkaði hins vegar aðeins lítillega, um 0,3 prósent en framlegð er tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði.

Þau segja að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega á síðasta ári í erfiðu rekstrarumhverfi. Áhrifa hárra heimsmarkaðsverða á hrávörum hafi gætt áfram sem hafi lækkað framlegðarstig, sérstaklega í eldsneytishluta starfseminnar. Áhrif hárrar verðbólgu og almennra launahækkana sem samið var um á vinnumarkaði, hafi einnig haft mikil áhrif á rekstrarkostnað sem hafi skilað sér í hærra vöruverði til verslana. Unnið hafi verið með birgjum og samstarfsaðilum til að sporna við þessum áhrifum ásamt því að finna leiðir til hagræðingar. Mikil áhersla stjórnenda hafi verið á lækkun alls rekstrarkostnaðar í þessu umhverfi með ýmsum aðgerðum sem skýri meðal annars betri rekstrarniðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu