fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

„Með því siðlausasta sem íslenskt samfélag hefur séð á síðari tímum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:37

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi frekja, ósvífni og yfirgangur leigusala á íslenskum leigumarkaði er með því siðlausasta sem íslenskt samfélag hefur séð á síðari tímum,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna.

Guðmundur Hrafn skrifar pistil á Vísi um leigumarkaðinn þar sem hann er ómyrkur í máli í garð leigusala. Segir hann að arðsemiskrafa leigusala á íslenskum leigumarkaði sé um það bil tíu sinnum hærri en þeirra sem fjárfesta á almennum hlutabréfamarkaði.

Guðmundur segir að slík krafa um arðsemi komi til þrátt fyrir að ávöxtun á húsnæðismarkaði sé töluvert meiri en á hlutabréfamarkaði. Þá segir hann að áhættan af fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sé ekki bara mun minni en af fjárfestingum í hlutabréfum heldur hafi virði húsnæðis líka hækkað mun meira en hlutabréf á undanförnum 15 árum.

Í grein sinni spyr Guðmundur hvernig það megi vera að fjárfestar að íbúðarhúsnæði sem er til útleigu á íslenskum leigumarkaði geti sett fram slíkar arðsemis- og ávöxtunarkröfur sem eru margfalt hærri en við aðra fjárfestingu en innihaldi mun meiri áhættu.

„Við því er líklegast mjög einfalt svar. Af því að þeir geta það og skortur á siðferði kemur í veg fyrir einhverskonar samkennd eða ígrundun á athæfinu. Hugsanlega eru einhverjir þó til í að færa rök fyrir og réttlæta slíka siðferðishnignun með tilvísun í hagfræðilíkön eða frumskógarlögmálið,“ segir hann.

Guðmundur bendir á að á leigumarkaði séu fjölskyldur, börn, ungmenni, fólk á vergangi, innflytjendur, öryrkjar, gamalmenni, foreldrar í örvæntingu, sjúklingar og flóttafólk sem þurfi að standa undir tífalt hærri arði þeirra sem fjárfesta í húsnæði og það á tífalt lægri launum en þeir sem taka á móti fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.

„Það er einfaldlega fullkomlega siðlaust athæfi sem þó virðist hafa fengið eitraða normalíseringu hjá þeim sem stjórna hér húsnæðismálum,“ segir hann.

Guðmundur segir frekju, ósvífni og yfirgang einkenna íslenskan leigumarkað.

„Valdníðsla, sjálfhverfa og hroki einkenna því miður margar sálir sem sjá tækifæri á því að níðast á fjölskyldum sem eru fastar á leigumarkaði. Íslenskur leigumarkaður dregur því miður fram það versta í mannlegu fari, og mjög margt gott fólk missir fótanna og hverfur ofan í hina sturluðu menningu sem þar ríkir. Því miður hafa þeir sér til haldreipis og hvatningar ýmsa “málsmetandi” aðila, bæði innan stjórnvalda og hagsmunasamtaka fjármagnsins sem sefa allar efasemdir um eigið siðferði eða réttlætingu fyrir valdníðslunni sem þeir beita.

Grein Guðmundar í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“