„Hver sem er getur séð það neyðarástand sem ríkir í greininni, jafnt gömul sem ný fyrirtæki eru að þrotum komin. Launaliðurinn er því miður löngu kominn að þolmörkum og orðin það fyrirferðarmikill að enginn innistæða er fyrir ferkari hækkunum fyrir greinina. Enda finnast ekki viðlíka álagsgreiðslur og á Íslandi. Hvergi,“
segir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Í pistli sem hann skrifar á Vísi birtir hann ákall fjölmargra fyrirtækja á veitingamarkaði til Samtaka atvinnulífsins, Breiðfylkingarinnar, VR og ríkissáttasemjara. Segir hann að „þær rekstraraðstæður sem þið keppist við að semja um á veitingamarkaði eru ekkert annað en ósjálfbærar fyrir fyrirtækin sem starfa á veitingamarkaði.“
Segir Aðalgeir SVEIT ítrekað hafa varað við þeirri þróun „sem hefur nú leitt af sér þá stöðu sem við erum komin í en í fyrra fóru fleiri fyrirtæki á hausinn en síðastliðin áratug. Þá búa fyrirtækin við rekstrarumhverfi þar sem:
Slíkt umhverfi kallar á sérsniðna samninga líkt og önnur lönd gera enda engin önnur grein sem lútir sömu lögmálum. Það yrði seint sagt að flugmenn ættu að vera með sömu samninga og verslunarfólk en af einhverjum ástæðum sjá hvorki SA eða verkalýðsfélögin ástæðu til að gera sérsamninga sem taka mið af starfsumhverfinu heldur keyra áfram hækkanir þar sem engin innistæða er fyrir,“ segir Aðalgeir.
„Brotið og ósamkeppnishæft rekstaraumhverfi skapar ósjálfbæra atvinnugrein. Það virðist ekki skipta verkalýðshreyfinguna nokkru einasta máli að kafsigla fyrirtækjunum sem skjólstæðingar þeirra vinna hjá. Ekki virðist vera neinn skilningur á alvarleika málsins. Allt bendir til áframhaldandi launahækkana sem mun einfaldlega skila samdrætti í framboði, enn fleiri gjaldþrotum auk þess að skapa kjör aðstæður fyrir ólöglega atvinnustarfsemi.“
Aðalgeir var gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni miðjan janúar.
Sjá einnig: Neyðarástand á veitingamarkaði – mætum skilningi en þurfum eitthvað áþreifanlegt, segir framkvæmdastjóri SVEIT
Rúmlega 1000 fyrirtæki á veitingamarkaði
Á veitingamarkaði starfa rúmlega 1000 fyrirtæki, lang flest lítil og meðalstór og hjá þeim starfa rúmlega 10.000 starfsmenn að sögn Aðalgeirs. „Þetta er mikilvæg atvinnugrein fyrir fagfólkið okkar sem er í fremsta flokki, sem gerir skólafólki kleift að ná sér í tekjur með námi, heldur uppi mikilvægri menningu til að draga hingað ferðamenn ásamt því að gera okkur Íslendingum kleift að gera okkur glaðan dag.
Undirrituð fyrirtæki skora á samningaðila að horfa raunverulega á þá innistæðu sem greinin á og gera kjarasamninga sem stuðla að því að koma á samkeppnishæfu rekstrarog starfsumhverfi en ekki skapa starfsumhverfi sem keyrir veitingarekstur í þrot.