fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hrólfur ósáttur: Reiðhjól sem hann og sonur hans pöntuðu gerð upptæk af undarlegri ástæðu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarleg atburðarás fór af stað þegar Hrólfur Hraundal og sonur hans, Bergur, pöntuðu sér tvö reiðhjól frá Englandi til að létta sér lífið um brekkubæinn Neskaupstað fyrir þremur árum. Hjólin voru gerð upptæk þegar þau komu til landsins af þeirri ástæðu að það vantaði upprunavottorð með þeim. Hrólfur sagði frá þessu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu um helgina.

Hrólfur sagði að sendingin, tvö reiðhjól með rafbúnaði, hefðu verið stíluð á son hans í Neskaupstað. Hjólakaupmaðurinn breski hafi að vísu bara átt eitt hjól af þeirri gerð sem þeir pöntuðu en brugðist skjótt við og áframsent pöntun til birgja sinna í Kína.

„Eft­ir þrjá mánuði frá pönt­un fór­um við að kanna hvar þessi send­ing væri og því var hringt í breska hjóla­kaup­mann­inn og feng­um við þær frétt­ir að ekki hefðu verið liðnar fimm vik­ur frá því að pönt­un var gerð þar til send­ing­in var kom­in til Reykja­vík­ur frá Kína. Það voru tveir mánuðir síðan þessi send­ing kom til Reykja­vík­ur og var hann undr­andi á því að við hefðum ekki fengið til­kynn­ingu þar um og svo var og um okk­ur,“ sagði Hrólfur í grein sinni.

Upprunavottorð ekki til

„Eft­ir það sem síðar hef­ur gerst erum við hætt­ir að vera hissa. Þó tókst ein­hverj­um emb­ætt­is­manni að slæma klón­um í þessa send­ingu og þar með voru þessi reiðhjól gerð upp­tæk vegna vönt­un­ar á upp­runa­vott­orði. Það er raun­ar sorg­legt að ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn skuli vera svona van­kunn­andi í þeim mál­um sem þeir eiga að þekkja,“ sagði Hrólfur í grein sinni.

Hann segir að sonur hans hafi hringt í kínverska sendi­ráðið og spurt hvernig hann gæti fengið upp­runa­vott­orð vegna reiðhjóla frá Kína. Því hafi verið fljótsvarað á þá leið að upp­runa­vott­orð varðandi reiðhjól væru ekki til og hefðu ekki verið til.

„All­ar leiðir Sam­göngu­stofu varðandi þetta mál hafa síðan verið á villi­göt­um, en á hvers kon­ar göt­um skyldu sam­skipti sam­göngu­stofu­stjóra og toll­stjóra vera? Ekki veit ég en fékk á til­finn­ing­una að þar væri ekki allt sem skyldi og biðst vel­v­irðing­ar á þessu áliti sé það rangt. Við feðgar telj­um að þessi hjól henti vel hér á okk­ar vinda­sama fjalla­landi,“ sagði Hrólfur.

Pólskur kaupmaður sagði það sama

Veltir hann fyrir sér allri umræðunni í kringum loftslagsmál og orkuskipti. Á sama tíma og margir viðri áhyggjur sínar af þeim málum sé ekki einu sinni hægt að kaupa sér reiðhjól með rafhjálparafli til að „minnka prumpið í brekkum“ eins og hann segir sjálfur.

Í greininni segir Hrólfur frá því að sonur hans hafi leitað uppi reiðhjólaverslun í Póllandi sem átti sams konar hjól og Samgöngustofa gerði upptæk.

„Hann ákvað að kaupa svona hjól, en vildi fá upp­runa­vott­orð með því. Pólski hjóla­kaupmaður­inn sagði hon­um það sama og kín­verska sendi­ráðið og breski hjóla­kaupmaður­inn, sem sé að upp­runa­vott­orð eru ekki til með reiðhjól­um frek­ar en garðsláttu­vél­um, ryk­sug­um og hjól­bör­um, enda kom­ast þessi hjól ekki nema 25 km á klukku­stund.“

Svona endaði málið

Hrólfur segir svo frá því að þegar liðið var á þriðja ár frá upphafi málsins hafi æðstaráð Samgöngustofu staðið upp úr stólnum til að athuga hvort eitthvað væri hæft í málflutningi þeirra feðga. Er skemmst frá því að segja að þar á bæ komust menn að því að þetta væru reiðhjól sem ekki þyrfti að skrá með númerum og þar með þyrfti ekkert upprunavottorð. „Síðan sagði hann sig frá þessu máli og tók þá við æðstaráð tolla­mála og taldi sá að hent­ug­ast væri að farga þess­um hjól­um.“

Hrólfur segir að eign­ar­rétt­ur­inn sé ekki mikilsmetinn af „herr­um samgöngu- og tolla­mála“ en þannig hafi það oft verið þar sem ein­ræði hef­ur verið lofað að þró­ast án eft­ir­lits.

„Það fylg­ir leiðbein­inga­bækling­ur með öll­um upp­lýs­ing­um um þessi hjól og upp­runa­vott­orð myndi þar engu við bæta. Veit ein­hver hver hef­ur boðvald yfir samgöngu- og tolla­mál­um? Sam­kvæmt al­menn­um siðaregl­um myndi ær­leg­ur emb­ætt­ismaður biðjast af­sök­un­ar á að hafa tekið eign ann­ars manns til að þjóna duttl­ung­um sín­um í þrjú ár. All­ar ábyrgðir sem fylgdu þess­um hjól­um eru löngu fyr­ir bí, þökk sé Sam­göngu­stofu og/​eða toll­stjóra. Það er því ljóst að sam­göngu­stofu­fólk þarf að læra bet­ur sem og hinn hroka­fulli toll­stjóri, sem tel­ur eig­in skinni best borgið með förg­un.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur