fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Enn bættist í framboðsflóruna – Á sjötta tug í framboði til forseta

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 12:25

Helga Þórisdóttir Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, boðaði nú í hádeginum til blaðamannafundar á heimili sínu en yfirlýst efni fundarins var samtal um embætti forseta Íslands. Eins og búist var við tilkynnti Helga á fundinum um framboð sitt í komandi forsetakosningum.

Í frétt Vísis af fundinum segir að Helga hafi farið ítarlega yfir starfsferil sinn og sagt hann hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun en síðustu átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar.

Einnig kemur fram að Helga hafi sagst brenna fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna hinu mikilvæga embætti forseta Íslands.

Helga hefur þar með bæst í hóp þeirra sem tilkynnt hafa opinberlega um framboð sitt. Á Ísland.is eru þegar þessi orð eru rituð nöfn 54 einstaklinga, þar á meðal nafn Helgu, sem eru að safna meðmælum fyrir forsetaframboð en ekki hafa allir frambjóðendur tilkynnt opinberlega að þeir séu í framboði og einnig hefur komið fram að sumir sem eru á listanum hafi endað þar fyrir slysni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“