fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Svona eru þjófarnir sagðir hafa stolið 20 til 30 milljónum í Hamraborginni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn þjófa sem brutust inn í bifreið í Hamraborg á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni.

DV greindi fyrst fjölmiðla frá málinu í morgun og sagði frá því að tveir starfsmenn, bílstjóri og farþegi í bílnum, hefðu verið teknir í skýrslutöku vegna málsins. Lögregla lýsti í morgun eftir dökkgrárri Toyota Yaris-bifreið sem talin er hafa verið notuð við verknaðinn.

Verðmætaflutningabíll rændur í gærmorgun

Vísir greindi svo frá því í hádeginu að þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður. Eru mennirnir sem stálu peningunum, 20 til 30 milljónum króna að sögn, sagðir hafa bakkað upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg og snarhemlað áður en þeir fóru út og brutu afturrúðu bifreiðarinnar. Úr aftursætinu tóku þeir tvær töskur sem voru fullar peningum.

Um var að ræða peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar og segir í frétt Vísis að þjófnaðurinn hafi tekið mjög stutta stund.

Þess er getið að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar hafi verið inni á veitingastaðnum Catalinu að sækja peninga úr spilakössum en fleiri spilasalir eru í nágrenninu, til dæmis í Vídeómarkaðnum.

DV reyndi að ná tali af Heimi Ríkharðssyni, lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3 í Kópavogi, vegna málsins í morgun en án árangurs. Í samtali við mbl.is í hádeginu sagði hann lögreglu hafa fengið óstaðfestar upplýsingar um að upphæðin sem þjófarnir stálu hafi verið á bilinu 20 til 30 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“