fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Margrét ætlar að fórna sér „fyrir land og þjóð gegn hinum glóbalísku illu öflum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. mars 2024 16:30

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og hefur sett af stað meðmælasöfnun á Ísland.is.

„Mér fannst vanta frambjóðanda sem talar fyrir þjóðlegum og kristnum gildum, og eftir að mér bárust áskoranir um að bjóða mig fram ákvað ég að setja nafn mitt á listann,“ skrifar Margrét í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Nú kemur í ljós hvort er vinsælla á meðan þjóðarinnar, andkristnir forréttindahommar og glóbalistar eða orkumikil kristin kona sem vill standa vörð um tjáningafrelsið, fullveldið og lýðræðið.Ég er semsagt tilbúin er að fórna mér fyrir land og þjóð gegn hinum glóbalísku illu öflum sem vilja klófesta Ísland,“ skrifar Margrét og er í baráttuhug.

Segir hún að sitt fyrsta verk yrði að setja aftur kross á Bessastaðakirkju en nokkra athygli vakti þegar myndarlegur vindhani var settur á topp kirkjunnar eftir umfangsmiklar endurbætur.

Margrét segist þó hafa hóflegar væntingar um eigið gengi. „Satt að segja er ég hinsvegar ekkert vongóð, geri þetta meira til gamans til að sjá skýrt stöðu þjóðarinnar en held hún sé ekki komin enþá á það þroskastig að skilja mig sem persónu,“ segir Margrét.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Í gær

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Í gær

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað
Fréttir
Í gær

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla
Fréttir
Í gær

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn