Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og hefur sett af stað meðmælasöfnun á Ísland.is.
„Mér fannst vanta frambjóðanda sem talar fyrir þjóðlegum og kristnum gildum, og eftir að mér bárust áskoranir um að bjóða mig fram ákvað ég að setja nafn mitt á listann,“ skrifar Margrét í færslu á Facebook-síðu sinni.
„Nú kemur í ljós hvort er vinsælla á meðan þjóðarinnar, andkristnir forréttindahommar og glóbalistar eða orkumikil kristin kona sem vill standa vörð um tjáningafrelsið, fullveldið og lýðræðið.Ég er semsagt tilbúin er að fórna mér fyrir land og þjóð gegn hinum glóbalísku illu öflum sem vilja klófesta Ísland,“ skrifar Margrét og er í baráttuhug.
Segir hún að sitt fyrsta verk yrði að setja aftur kross á Bessastaðakirkju en nokkra athygli vakti þegar myndarlegur vindhani var settur á topp kirkjunnar eftir umfangsmiklar endurbætur.