fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Girðing sem átti að skapa næði milli nágranna veldur því að einn þeirra kemst ekki í sólbað – „Ókunnugt fólk ítrekað að ganga í gegnum garðinn“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágreiningur varð milli tveggja nágranna um útfærslu sameiginlegrar framkvæmdar þar sem girðing var sett um baklóð húss þeirra. Um var að ræða þrjú þriggja hæða raðhúsog voru jarðhæðir í öllum eignarhlutum aðgreindar frá efri hæðum og aðgengi að jarðhæðum varð þar með í gegnum bakgarðinn. Aðgengi að eignarhluta íbúðar á jarðhæð í miðju hússins (eignarhluti B) var eftir framkvæmdina í gegnum lóð sem afmörkuð hafði verið með girðingu fyrir framan eignarhluta konu sem bjó á efri hæð (eignarhluti A).

Konan leitaði til kærunefndar húsamála og krafðist þess:

Að viðurkennt verði að eiganda eignarhluta B beri að útbúa séraðgengi að íbúðinni á jarðhæð hans í gegnum girðinguna þannig að ekki þurfi að ganga um lóðina framan við eignarhluta hennar.

Lóðin upphaflega sameiginleg

Í eignaskiptayfirlýsingu var bakgarði raðhússins ekki skipt á milli íbúða og upphaflega voru allar íbúðir verið með útgang í garð frá jarðhæð en síðar voru íbúðir jarðhæðar aðskildar frá efri hæðum. Þá var einnig smíðuð girðing utan um garðinn sem hafi jafnframt skipt honum milli íbúðanna þriggja. Girðingin hafi verið smíðuð með hurðir næst húsinu sem séu á milli hluta garðsins, eina hvoru megin við íbúðina á jarðhæð. Íbúar þeirrar íbúðar noti nú hurðina frá hluta garðsins hjá íbúð konunnar til þess að komast í sinn hluta garðsins og á jarðhæð, sem valdi óþægindum.

Taldi konan að íbúa á jarðhæð í eignarhluta B beri að gera sérinngang í garðinn frá göngustíg sem sé á bak við garðinn, eftir að hafa sótt um leyfi hjá byggingafulltrúa og þannig leiðrétta ástandið. Núverandi fyrirkomulag sé óþægilegt og komi í veg fyrir ró og næði. Þegar girðingin hafi verið smíðuð hafi ekki verið upplýst að íbúðin á jarðhæð fengi ekki sérinngang.

Framkvæmd samþykkt án teikninga eða útfærslu

Á húsfundi í lok júní árið 2023 var einróma samþykkt að ráðast í framkvæmdir þar sem smíðuð yrði girðing utan um garðinn og honum skipt milli íbúðanna þriggja. Allir hafi verið sammála um að láta smíða hliðarhurðir til þess að aðgangur yrði óhindraður fyrir alla eigendur að tæknirými hússins, sem sé í eignarhluta 01-03. Bæði á norður- og suðurhlið séu tröppur meðfram hlið hússins sem veiti aðgang að öllum séreignum, það er að segja jarðhæðum, og síðan tæknirýminu. Tröppurnar sem eru sameign eru eini möguleikinn til að komast í eignarhluta íbúðar á jarðhæð í eignarhluta B. Engar teikningar lágu þó fyrir á húsfundinum og engin sérstök ákvörðun var tekin um útfærslu framkvæmdarinnar. Gerði konan engar athugasemdir við framkvæmdirnar á húsfundi eða á meðan þeim stóð.

Konan sagðist aðeins hafa samþykkt að fyrrnefndar miilihurðir yrðu smíðaðar þar sem þær gætu verið notaðar stöku sinnum til að komast í kompuna. Sú millihurð sem íbúi í íbúð á jarðhæð í eignarhluta B ætli að nota sé rétt við glugga konunnar á jarðhæð. Það muni ekki gefast færi á ró og næði, til dæmis til að fara í sólbað, og nú sé ókunnugt fólk ítrekað að ganga í gegnum garðinn hjá henni að hennar sögn.

Steinhissa á útfærslunni 

Konan var erlendis þegar framkvæmdin var í gangi og sagðist þess vegna ekki hafa gefist færi á að fylgjast með framkvæmdum. Útfærslan hafi komið henni í opna skjöldu. Sagðist hún hafa sent nágrannanum tölvupóst erlendis frá en ekki fengið svar. Íbúi á jarðhæð neitaði því að aðgangur hans að sameign hússins yrði takmarkaður. Rétt eins og öllum eigendum þyki sjálfsagt og eðlilegt að nota stigann hægra megin við húsið til að komast í tækniherbergið og allir eigendur noti þá, þyki honum eðlilegt að allir eigendur geti notað sameiginlega stigann vinstra megin við húsið.

Vísaði ákvörðun til nýs húsfundar

Kærunefndin benti á að engin fundargerð hafi verið rituð á húsfundinum, en ætla megi að tilgangur þess að afmarka lóðina í þrjá hluta hafi verið sá að eigendur fengju aukið næði við hagnýtingu lóðarinnar. 

„Fallast verður á með álitsbeiðanda [konunni] að daglegur umgangur framan við eignarhluta hennar um hliðið geti fylgt óásættanlegt ónæði og að það falli illa að þeim tilgangi framkvæmdarinnar að skipta lóðinni í þrjá hluta. Þar sem útfærslan var afar óvenjuleg telur nefndin að gagnaðili [ ] verði að bera hallann af því að hafa ekki aflað fullnægjandi samþykkis fyrir henni. Verður því að telja að framkvæmdin eins og henni var háttað sé ólögmæt. Telur nefndin því að eigendur skuli fjalla um málið að nýju á húsfundi þar sem tekin verði ákvörðun um útfærslu framkvæmdarinnar en nefndin tekur ekki frekari afstöðu til þess og því ekki unnt að fallast á kröfu álitsbeiðanda eins og hún er framsett.“

Kærunefndin taldi sig því ekki geta fallist á kröfu konunnar eins og hún var sett fram, en taldi útfærslu girðingarinnar í ósamræmi við ákvörðunina sem tekin var á húsfundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti