fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Stefán Einar fer mikinn á Facebooksíðu Egils – Varpar ásökunum um gyðingahatur, mafíustarfsemi og stuðning við Hamas í allar áttir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi á Mbl.is og víninnflytjandi, varpar fram ásökunum í garð nokkurs fjölda fólks í umræðum um færslu á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar. Sakar Stefán Einar Egil meðal annars um að veita gyðingahöturum vettvang með færslu sinni og sakar ýmsa sem taka þátt í umræðunni um gyðingahatur og stuðning við Hamas samtökin. Þar að auki sakar hann Egil, núverandi starfsmann RÚV, og Sigmar Guðmundsson núverandi alþingismann og fyrrverandi starfsmann RÚV um að vera hluti af mafíu.

Færsla Egils sem reitti Stefán Einar til svo mikillar reiði var ekki löng en varðaði leik Íslands og Ísraels í gærkvöldi í umspili um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem Ísland vann 4-1.

„Ekki gott að spila á móti Ísraelum en fyrst það var gert var afbragð að bursta þá og koma í veg fyrir að þeir fari á Evrópumótið.“

Þessi orð taldi Stefán Einar veita gyðingahatri vettvang:

„Flott að opna svona á pandórubox gyðingahatursins. Mjög ábyrgt og elegant eins og vænta mátti.“

Segist Stefán Einar vísa í ýmis ummæli sem látin eru falla í athugasemdum. En þar má meðal annars sjá ummæli á borð við að allir Ísraelar gegni herþjónustu og að þjóðin öll sé meðsek vegna árása ísraelska hersins á Gaza. Ein ummæli standa sérstaklega upp úr en þar kallar maður nokkur Ísraela alla morðóðan skríl.

Segist ekki hata múslima

Egill og fleiri, þar á meðal Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, vísa gagnrýni Stefáns Einars á bug og segja ekkert samasemmerki á milli gyðingahaturs og þess að gagnrýna stríðsrekstur Ísraels á Gaza og að ekki séu allir Gyðingar hallir undir síonisma, þá stefnu sem er grundvöllurinn að stofnun Ísraels.

„Ég er bara að benda á að með þessum skrifum Egils er hann að gefa gyðingahöturum platform. Það hefur rúv-liðið gert margoft, td 9 okt þegar þau buðu geðsjúklingum í settið í Kastljósi þar sem fjöldamorðunum var fagnað. Þannig er þetta lið,“ segir Stefán.

Stefán svarar einnig athugasemd Sveins með því að vísa til ásakana á hendur Bjarni Benediktssyni utanríkisráðherra um að hann hafi borið múslimahatur á torg þegar hann gagnrýndi mótmælabúðir Palestínumanna sem stóðu á Austurvelli vikum saman fyrr í vetur:

„Ef það er rétt að Bjarni Ben, sem þú hatar, ali á múslimahatri með að gagnrýna viðbjóðinn sem fékk að vaða uppi á Austurvelli í desember og janúar, þá eru þessi skrif helsta menningarvita þjóðarinnar til þess gerð að ala á gyðingahatri.“

Lokasvar hans til Sveins Andra var eftirfarandi:

„Það er upp á þér typpið. Eins og svo oft áður.“ Ekki er að sjá annað en að Sveinn hafi séð broslegu hliðina á þessum ummælum enda líkaði hann við færsluna með hláturtjákni.

Stefán Einar er þá í athugasemd sakaður um hatur á múslimum með stuðningi sínum við Ísrael. Því þverneitar Stefán og segir innleggið ómálefnalegt og sæma sér vel í áróðursdeild Kreml. Hann sakar viðkomandi sem og fleiri þáttakendur í umræðunum um stuðning við Hamas samtökin.

Mafían á RÚV

Tók þá Sigmar Guðmundsson alþingismaður Viðreisnar og fyrrverandi starfsmaður RÚV til máls og sagði umræður við færslu Egils hjóm eitt í samanburði við múslimahatrið sem hefði fengið að flæða í netheimum vegna mótmælabúða Palestínumanna á Austurvelli:

„Kíktu á skrifin sem fylgja fréttum fjölmiðla af skrifum formanns Sjálfstæðisflokksins um mótmælin á Austurvelli. Viðbjóðurinn sem fylgdi því var þúsund sinnum verri en sést hér. Eða það sem sagt var undir fréttum af hælisleitandanum sem var þingpöllunum. Eða það sem skrifað er í komment almennt þegar þingmenn Sjálffstæðiflokksins tala af hörku um hælisleitendur. Er þar allstaðar verið að opna pandórubox arabahatursins?“

Þessi ummæli tók Stefán Einar óstinnt upp:

„Ég er bara að setja sömu mælistiku á ykkur RÚV-liðið og þið setjið á okkur sem viljum hafa stjórn á landamærum ríkisins. En það má ekki, þið eruð betri en við. Með miklu sterkari réttlætiskennd….. og lífeyrisréttindi.“

Sigmar svaraði þessu með því að hann væri hættur á RÚV og að það skipti máli hvernig menn tjáðu þá skoðun sína að hafa ætti meiri stjórn á landamærum Íslands.

Við þessi orð varpaði Stefán fram þeirri ásökun að Sigmar væri hluti af mafíu:

„Menn hætta eķki í mafíunni, ekki láta eins og kjáni. Þið hafi í þinginu krossbrugðist við að vernda landamærin því þið eruð svo góð og fylgið RÚV í góðmennskunni. Öryggi Íslendinga er um leið ógnað, dóp vellur um samfélagið og skipulögð glæpastarfsemi veður uppi, en þið gerið ekkert, nákvæmlega ekkert til þess að verja almenning fyrir þessu rugli.“

Sigmar minnti þá á að hann væri í stjórnarandstöðu og að allt sem hefði farið úrskeiðis í þessum málum væri á ábyrgð ríkisstjórnarinnar

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Stefán Einar ekki látið frekari ummæli falla við færslu Egils.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri