fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Árni Tómas ómyrkur í máli: „Þá eru nú handrukkararnir skárri“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 10:15

Árni Tómas. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir að eftir að hann var sviptur leyfi til að sinna ópíóðafíklum fyrr í vetur sé allt að farast í sama horf og áður.

„Dóp­sal­ar græða á tá og fingri, þjófnuðum fjölg­ar, en fyrst og fremst verða þess­ir veiku einstakling­ar, sem gekk svo vel hjá mér að meðhöndla, aft­ur fár­veik­ir og búa við stöðuga van­líðan. Auk þess deyja tug­ir þeirra á hverju ári, ung­ir menn yf­ir­leitt, af völd­um sjúk­dóms síns,“ segir Árni í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir hann ópíóðavandann að umtalsefni og segir óásættanlegt að íslenskt samfélag hafi ekki gert meira fyrir fólk sem er fárveikt af fíkn.

Spurningin sem enginn hefur svarað

Hann vísar í viðtal RÚV við heilbrigðisráðherra í vikunni þar sem hann viðurkenndi að vitað hefði verið af þessum vanda um langt skeið og hann ræddur, en lítið hefði verið gert.

„En nú skyldi bretta upp erm­ar og stofna nefnd­ir og ráð sér­fræðinga og jafn­vel koma á fót neyslu­rými fyr­ir þetta fólk. En hver ætl­ar að út­vega þess­um hópi efnið, sem er þeim lífs­nauðsyn­legt? Um það talaði ekki ráðherr­ann. Það er ein­mitt efnið, sem þetta fólk þarfn­ast – í hæfi­leg­um skömmt­um. Ég hef tals­verða reynslu af að ann­ast þessa skjól­stæðinga mína með prýðisgóðum ár­angri,“ segir Árni Tómas og bætir við að spurningin sem brennur á fíklunum, ættingjum þeirra og vinum sé sú hvar þeir eiga að fá efnið.

Sjá einnig: Ráðist á Árna Tómas lækni: „Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna“

„Á meðan ekki er talað um það er allt annað froðusnakk. Það er reynt að skjóta sér und­an þess­ari óþægi­legu spurningu; hver ætl­ar að hengja bjöll­una á kött­inn? Ekki ég sagði …, ekki ég sagði … og svo koll af kolli. Ætlar kannski ráðherr­ann að hengja bjöll­una á kött­inn? Hann hefði sagt það í löngu viðtali í dag ef hann hefði ætlað sér það.“

„Svo er ráðist á mig“

Árni segir að hvers kyns skýli og neyslurými geti verið góð fyrir sinn hatt, en þau leysi ekki aðalmálið. Þau gefi ráðherrum mildari ásýnd en fíklum ekki betri líðan.

„Það er svo vísað á hinn ágæta Vog, sem ekki hef­ur ráðið við þenn­an vanda, hvað þá heilsu­gæsl­an, sem hef­ur ekki viljað sjá svona fólk á biðstof­um sín­um. Og svo vís­ar ráðherra til lyfja­fræðings í Kefla­vík, sem hef­ur oft sinnt skjól­stæðing­um mín­um. En hún skrif­ar auðvitað ekki út lyf, að nefna hin ágætu störf henn­ar er aðeins aumt yfir­klór eins og flest annað sem ráðherr­ann nefn­ir. Hann leggst á bæn á hverju kvöldi og biður þess að hann losni við þetta erfiða mál og að all­ir haldi að hann sé bara góður KR-ingur með sam­visk­una í lagi.“

Loforð um að þessi mál verði komin í betra lag með haustinu segir hann að geri lítið fyrir fíkla.

„Það eru um sex mánuðir a.m.k. (og eng­inn trú­ir hon­um). Sex mánuðir eru lang­ur tími fyr­ir fíkil án efna al­veg eins og syk­ur­sjúk­an án insúlí­ns.“

Árni Tómas klykkir svo út með þessum orðum:

„Og svo er ráðist á mig (ég er ekki að tala um handrukkarana sem misþyrmdu mér) af Ölmu land­lækni (miklu verra) og hún neyðir mig til að hætta allri aðstoð við þetta mikið veika fólk. Þá eru nú handrukkararnir skárri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta