fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Ógnvekjandi hegðun í Asparfelli – Birtir myndbönd af leikskólabörnum – „Ég mun aldrei sætta mig við þennan helvítis djöfulsins andskotans viðbjóð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 10:00

Skjáskot úr myndbandi mannsins úr stofuglugga í Asparfelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem býr í Asparfelli hefur undanfarna daga birt myndbönd af börnum á leikskóla við heimili hans og viðhaft ógnvekjandi ummæli um börnin. Orðræða mannsins einkennist af útlendingahatri en hann segir undir einu myndbandinu:

„Erlendir krakkar eru farnir að tala blygðunarlaust útlensku á götunum. Þegar þeir komu hingað þá voru þeir svolítið hógværir og héldu sínum siðum í leynum en núna eru þeir farnir að gera þetta algengt og ætla að láta mann sætta sig við þennan djöfulsins viðbjóð. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég mun aldrei sætta mig við þennan helvítis djöfulsins andskotans viðbjóð.“

Í öðru myndbandi amast maðurinn við því að erlendur maður sinni börnunum á leikskólanum.

Á Facebook-síðu sinni viðhefur maðurinn ýmis ummæli um útlendinga, til dæmis þessi: „Útlendingar eiga ekki að misskilja góðmennsku okkar sem veikleika.“

Í einum Facebook-hópi þar sem framferði mannsins er til umræðu segir maður einn frá því að barnið hans sé á einu myndbandanna.

DV hafði samband við lögreglustöð 3 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en Breiðholt heyrir undir það umdæmi. Fengust þær upplýsingar að málið hefði ekki komið inn á borð lögreglu.

Ekki náðist samband við manninn sjálfan við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi