fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Vesturbæingar vilja að Kuðungurinn haldi sér – „Má ekki taka frá þeim möguleikann á að græða sem mest“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar sem Festi stendur nú fyrir einhvers konar innanhúss hönnunarsamkeppni á bensínstöðvarlóðinni við Ægisíðu 102, tókum við okkur saman, hópur íbúa í Vesturbænum og létum hanna okkar eigin tillögu að svæðinu þar sem hönnunarperlan Kuðungurinn fær að halda sér og íbúar fá fallegt svæði til að njóta,“ 

segir í færslu sem birt er í Facebook-hópnum Vesturbærinn.

„Meirihlutinn í Reykjavík felldi um daginn tillögu um leikskóla á lóðinni, það verður spennandi að sjá hvort þeim lítist betur á tillögu um útivistarsvæði og menningartengda þjónustu íbúum borgarinnar til góða.“

Á lóðinni opnaði bensínstöð árið 1957 og í dag rekur N1 þar þjónustustöð. Í lok júní 2021 undirritaði borgarstjóri samninga við rekstraraðila bensínstöðva um fækkun bensínstöðva og var stöðin á Ægisíðu 102 ein þeirra. „Á lóðunum eru hugmyndir um að þar rísi íbúðarhúsnæði með eða án atvinnuhúsnæðis á jarðhæð,“ sagði í frétt á vef borgarinnar.

Lóðin var tekin síðast fyrir á fundi borgarstjórnar 5. mars þar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram þá tillögu að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara yrði falið „að leita samninga við lóðarhafa að Ægisíðu 102 með það að markmiði að Reykjavíkurborg leysi til sín lóðina og tilheyrandi fasteignir svo hana megi nýta undir leikskólastarfsemi og tryggja varðveislu hússins samkvæmt ábendingum Borgarsögusafns Reykjavíkur.“ Tillagan var felld með 13 atkvæðum gegn átta.

Vilja varðveita húsið vegna einstakrar byggingarlistar

Borgarsögusafn Reykjavíkur vill varðveita húsið en í húsakönnun safnsins frá árinu 2023 segir: „Byggingin hefur HÁTT varðveislugildi sem einstök og fágæt byggingarlist og ein fárrabensínafgreiðslustöðva með slíka sérstöðu sem varðveittar eru í því sem næst upprunalegri mynd.Lagt er til að húsið njóti verndar í rauðum flokki. Einstök hús, húsaraðir og götumynd sem lagt er tilað vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi.“

Húsið nýtur ekki lagalegrar verndar eins og segir á vef Minjastofnunar:

„Hús og mannvirki sem byggð voru eftir árið 1940 njóta engrar sjálfkrafa lagalegrar verndar. Þau hafa verið Minjastofnun Íslands ofarlega í huga undanfarin ár, því sú mikla uppbygging og meiriháttar samfélags breytingar sem nú eru í deiglunni; orkuskipti, þétting byggðar, hugmyndir um borgarlínu og fleira, hefur áhrif á iðnaðarsvæði og byggð sem reis á síðari hluta 20. aldar. Bensínstöðvar eru einn flokkur bygginga frá því um og eftir miðja 20. öld, sem lítið hefur verið horft til með tilliti til listræns eða menningarsögulegs gildis.“

Íbúar hrifnir af hugmyndinni

Tillagan í hópi Vesturbæinga hefur fallið vel í kramið þegar þetta er skrifað, tæp 400 „læk“ eru komin við færsluna og 55 athugasemdir. Líst fólki vel á hugmyndina og einhverjir vilja styrkja hana fjárhagslega.

„Yndislegt. Það þarf fleiri græn svæði og falleg hús í borginni.“

Karlmanni einum líst bráðvel á hugmyndina en eitt atriði vanta: „Myndi styrkja hugmyndina mikið ef gert væri ráð fyrir Bókasafni í húsinu.“

„Frábært framtak. Það er sérstaklega mikilvægt að hlúa að grasrótinni og hlusta á hana þegar fjallað er um skipulag og umhverfi. Mikið erum við heppin að i Vesturbænum sé að finna fólk sem er umhugað um sitt nánasta umhverfi og leggur á sig vinnu við að breikka og dýpka umræðuna og leita lausna. Hér er gott dæmi um um afrakstur slíkrar vinnu. Kærar þakkir.“

Einhverjir eru þó svartsýnir á að borgarstjórn horfi til vilja íbúa: „Meirihlutanum í borgarstjórn í Reykjavík er nákvæmlega sama um vilja íbúanna,“ segir kona. „Snilldar hugmynd og flott framtak. Samt á ég frekar erfitt með að sjá borgina gera eitthvað annað en planta þarna þriggja/fjögurra-hæða íbúðablokk, því miður,“ segir karlmaður.

„Samúðin eða samkenndin virðist því miður alltaf fyrst og fremst beinast að þeim sem eiga lóðirnar. Það má ekki taka frá þeim möguleikann á að græða sem mest á hverjum fermetra. Útivistar-eitthvað eða fjölskyldu-eitthvað, það hljómar vel en þá er einhver sem ekki fær að græða á eigninni sinni og það gengur ekki.“

„Ömurlegt að lóðin verði ekki nýtt fyrir samfélagið og íbúa hverfisins. Það vantar leikskóla í Vesturbæinn og hefur vantað í mjög mörg ár. Þetta er líka góð hugmynd sem nýtist samfélaginu mun betur en enn fleiri íbúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni