fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kristín á von á fleiri eldgosum: Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 10:00

Kristín Jónsdóttir. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er líklegt að þetta haldi áfram,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hún var spurð að því hvort von væri á endurteknu efni á næstu vikum eftir að eldgosinu sem hófst um helgina lýkur.

Kristín segir að staðan á gosstöðvunum sé svipuð og í gærkvöldi þó aðeins hefði dregið úr kraftinum – virknin sé nú að mestu bundin við eitt svæði.

„Þetta eru nokkrir gígar sem eru að myndast, þetta er svona sunnan til á þessari gosrás sem opnaðist þarna á laugardagskvöldið. Hraun er þá að renna aðallega í suðurátt en mjög hægt. Það eru ennþá einhverjir hundruð metrar í að hraunið nái Suðurstrandarvegi,“ sagði Kristín.

Frábrugðið öðrum gosum

Hún segir að gosið nú sé frábrugðið fyrri gosum að því leyti að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs. Gosið nú sé örlítið sunnar en síðasta gos og það hafi mikil áhrif. Ljóst sé þó að varnargarðar hafi skipt sköpum við að beina gosinu frá mikilvægum innviðum.

Töluverð mengun er á svæðinu og segir Kristín að úr því sem komið er ætti hún ekki að hafa mikil áhrif á íbúa í næsta nágrenni gosstöðvanna. Þó væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila á svæðinu að fylgjast með mengun.

Hætta á að hrauntjarnir bresti

Enn er hætta á að hrauntjarnir sem hafa myndast muni bresta, að sögn Kristínar. „Þetta er eitthvað sem gerist þegar landslagið er tiltölulega flatt. Það geta hlaðist upp hraunstíflur sem geta brostið og það er ennþá möguleiki. Þetta er að gerast á ýmsum stöðum, ofarlega og áður en hraunið rennur ákveðið til suðurs en líka við varnargarðinn austan við Grindavík. Þar vitum við að hraun hefur safnast saman í polla sem gætu brostið. Þetta er mjög staðbundin hætta, fyrst og fremst fyrir viðbragðsaðila.“

Aðspurð hvort hægt sé að spá fyrir um goslok segir Kristín að það kæmi ekki á óvart þó þetta myndi klárast á næstu 1-2 sólarhringum. „Ég held að þetta sé dagaspursmál,“ segir hún.

Kristín sagðist hafa rætt við Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðing á Veðurstofunni, í morgun um stöðuna á svæðinu, sem sagði að vísbendingar væru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju. Sagði Kristín að lokum að staðan hvað það varðar muni skýrast betur á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri