fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Eldgosið á Reykjanesi: Sveitabær í skotlínu hraunsins

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 14:50

Dregið hefur úr gosinu en enn þá er mikil hætta. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraunrennsli úr gosstöðvunum á Reykjanesskaga stefnir enn þá í átt til suðurs. Hefur það náð varnargörðum austan við Grindavíkurbæ og líklegt er að það fari yfir Suðurstrandarveg og jafn vel út í sjó.

Hraunið safnaðist fyrir í svokallaðri hrauntjörn, rétt við varnargarðana, sem nú er byrjað að renna úr. Það rennsli getur verið mjög hratt.

Í skotlínu hraunrennslisins er sveitabærinn Hraun sem stendur austan við Grindavíkurbæ. Þrátt fyrir rýmingu fékk ábúandi leyfi til þess að bjarga verðmætum úr húsum í gærkvöldi.

Hægari tunga í átt að innviðum

Önnur hrauntunga stefnir til vestur í átt að Njarðvíkuræð, heitavatnsæð sem liggur frá orkuverinu að Svartsengi að þéttbýlisstöðum á Reykjanesskaga. Þetta rennsli hefur hins vegar verið mun hægara en rennslið til suðurs. Vonast forsvarsmenn HS Orku, sem reka orkuverið, að tungan nái ekki að æðinni en ef hún gerir það þá búast þeir við því að æðin haldi þar sem hún hafi verið mjög vel varin.

Bærinn gæti lokast af

Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg og Suðurstrandarvegur er lokaður af öryggisástæðum. Eini vegurinn til og frá Grindavík er því Nesvegur. Í samtali við RÚV segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, að landbreytingar hafi átt sér stað vestan við Grindavík, nærri golfvellinum.

Sjá einnig:

Það helsta frá gosstöðvunum:Dregið úr kraftinum en áhyggjur af innviðum

Nesvegur hefur sigið og verið er að meta þörfina á viðgerðum. Hugsanlegt er að allir vegir til og frá Grindavík verði lokaðir.

Gasmengun til suðvesturs í dag

Samkvæmt veðurspá dagsins er norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu með rigningu á köflum. Dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gasmengun frá gosinu berst því einkum til suðvesturs frá gosstöðvunum.

Á morgun snýst vindur og verður suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir. Mengun mun þá einkum liggja til norðvesturs frá gosstöðvunum. Að sögn Veðurstofunnar er mikil óvissa um styrk gasmengunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis