fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Þetta ástand getum við ekki liðið í okkar friðsæla landi“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að við grípum strax til allra nauðsynlegra ráðstafana gegn starfsemi glæpahópa á Íslandi.

Diljá Mist gerir þetta að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu í dag og rifjar upp samtal sem hún átti við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um skipulagða glæpastarfsemi í fyrirspurnatíma á Alþingi í fyrrahaust.

„Til­efnið var fyr­ir­spurn mín í kjöl­far ít­rekaðra frétta af al­var­leg­um of­beld­is­glæp­um og árás­um í Svíþjóð. Glæp­irn­ir voru rakt­ir til átaka glæpa­gengja sem hafa hreiðrað um sig í Svíþjóð. Þar hef­ur ástandið síst skánað og okk­ur ber­ast frétt­ir af end­ur­tekn­um sprengju­árás­um.“

Kveikt í bíl lögreglumanns

Diljá bendir á að dóms­málaráðherra hafi ít­rekað bent á stór­aukna ógn vegna skipu­lagðrar brot­a­starf­semi og auk­in um­svif er­lendra glæpa­hópa. Rifjar Diljá upp umfangsmiklar aðgerðir lögreglu nýlega vegna rök­studds gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi.

„Lög­reglu­yf­ir­völd hafa staðfest að lög­reglu­mönn­um stafi auk­in ógn af glæpa­mönn­um sem hafa tengsl við slíka starf­semi og hef­ur m.a.s. verið kveikt í bíl lög­reglu­manns. Þetta ástand get­um við ekki liðið í okk­ar friðsæla landi,“ segir Diljá í grein sinni.

Henni þótti tilefni til að fylgja fyrirspurn sinni til ráðherrans eftir og ræddu þær hana á dögunum.

„Fyr­ir­spurn­in varðaði hvort ráðherr­ann hygðist grípa til sér­stakra aðgerða til að koma í veg fyr­ir að börn og ung­menni gengju til liðs við skipu­lagða glæpa­hópa og sporna við ólög­legri vopna­notk­un. Þá beind­ist hún að fleiri og/​eða þyngri refsi­heim­ild­um í tengsl­um við skipu­lagða brot­a­starf­semi. Það hafa önn­ur nor­ræn ríki haft á sinni dag­skrá.“

Þyngri refsingar fyrir skipulagða brotastarfsemi?

Diljá bendir á að dóms­málaráðherra hafi und­ir­strikað mik­il­vægi þess að lög­reglu­yf­ir­völd hefðu tæki til þess að grípa til varna í bar­átt­unni gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

„Dóms­málaráðuneytið hefði lagt aukna áherslu á af­brota­varn­ir, m.a. með því að fjölga stöðugild­um og auka sam­fé­lagslög­gæslu. Fræðsla, for­varn­ir og fé­lags­leg úrræði gegndu einnig mik­il­vægu hlut­verki í þessu til­liti. Við höf­um séð ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um að ung­menni í veikri fé­lags­legri stöðu ganga frek­ar til liðs við skipu­lagða glæpa­hópa. Því væri átak lög­regl­unn­ar til að styrkja tengsl við ungt fólk og færa lög­regl­una nær sam­fé­lag­inu mik­il­vægt.“

Þá hefði Guðrún bent á að ný­samþykkt­ar breyt­ing­ar á vopna­lög­um hefðu meðal annars miðað að tak­mörk­un aðgeng­is að ákveðnum skot­vopn­um og auknu eft­ir­liti lög­reglu.

„ Hún vakti at­hygli á að hér­lend­is hefði reynst erfitt að sak­fella fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi fyr­ir dómi og velti því upp hvort koma þyrfti til breyt­inga á lög­um svo mark­miðið með lög­gjöf­inni næðist að þessu leyti. Ráðherr­ann taldi sömu­leiðis vert að skoða kosti og galla þess að mæla fyr­ir um þyngri refs­ing­ar fyr­ir brot sem eru fram­in í tengsl­um við skipu­lagða brot­a­starf­semi eins og Norðmenn hafa t.a.m. gert.“

Þegar öllu er á botninn hvolft segir Diljá að skila­boð dóms­málaráðherra til þings­ins séu þau að hún hefur veru­leg­ar áhyggj­ur af skipu­lagðri brot­a­starf­semi og fylg­ist vel með þró­un­inni í ná­granna­lönd­um okk­ar í þess­um efn­um.

„Íslend­ing­ar eru ann­álaðir fyr­ir færni í „krísustjórnun“. Fyr­ir­hyggja er svo annað mál. Drög­um endi­lega lær­dóm af reynslu vinaþjóða okk­ar og al­var­legri stöðu sem þar er uppi og gríp­um strax til allra nauðsyn­legra ráðstaf­ana til að vinna gegn starf­semi glæpa­hópa á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“