fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Hera rýfur þögnina: Erfiðast að fá ljót skilaboð send beint til sín – Kom aldrei til greina að gefast upp

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Björk Þórhallsdóttir sem bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins um þar síðustu helgi hefur mátt þola ýmislegt síðustu daga. Hera verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Svíþjóð í maí næstkomandi en mjög hefur verið þrýst á Heru og RÚV að sniðganga keppnina í ár þar sem Ísrael er á meðal þátttökuþjóða.

Hún opnaði sig um atburði síðustu daga í einlægu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Þetta er búið að vera ansi skrýtið og erfitt og bara mjög lærdómsríkt og opinberandi,“ sagði Hera þegar hún var spurð að því hvernig tíminn hefur verið síðan hún stóð uppi sem sigurvegari fyrir rúmri viku síðan.

Samasemmerkið sem þurfti að hrópa á

„Ég er búinn að sjá hvernig hlutirnir geta allt í einu orðið þegar maður á síst von á og hvernig fólk í kringum mann bregst við og þéttir raðirnar,“ sagði Hera og bætti við að það væri búið að vera fallegt að fylgjast með allskonar hlutum en um leið erfitt að fylgjast með reiðinni og óttanum sem virðist vera undirliggjandi.

„Ég er svona samasemmerkið sem þurfti að hrópa á og það er allt í lagi. Ég hef alveg í þetta bein og bak og er bara búin að æfa tvö skref aftur á bak, anda niður í kvið og reyna að horfa á þetta með mildi og þroskuðum kærleika.“

Þorði ekki alla leið

Hera segist hafa áttað sig á strax á því þegar nafn hennar var lesið upp að fram undan væri mögulega erfiður tími. „Ég tók þetta ekki alveg inn, ég þorði ekki alveg alla leið. Maður var búin að finna það í aðdragandanum, maður finnur að það eru sterkar og miklar tilfinningar komnar upp á yfirborðið,“ sagði Hera og bætti við að kannski væri bara gott fyrir fólk að losa þessar tilfinningar.

En sigurgleðin var kannski aðeins önnur en hún bjóst við. „Ég hef upplifað hana áður og þá var hún ógurlega mikil og alveg hægt að lifa á henni lengi og sækja í þá tilfinningu. Þessi var öðruvísi og ég fann það á mér að þetta gæti orðið erfitt en mig óraði ekki alveg fyrir þessu. En við erum hér núna og erum við með þessa reynslu í farteskinu og við tökum þetta allt með okkur og berum virðingu fyrir þessum skoðunum fólks, enda ekki annað hægt.“

Hera segir að það hafi aldrei komið til greina af hennar hálfu að gefast upp. Hún hafi alltaf ætlað að fara út og keppa í Eurovision. „Fyrir mér er Eurovision eitthvað sem á að veita okkur gleði og hamingju og svona pínu pásu á þessu lífi sem getur verið mismunandi erfitt. Ég kannski lærði meira núna að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra, þær eru sterkar en þær eiga rétt á sér,“ sagði Hera og bætti við að það væru allir sammála um að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sé óviðunandi.

„Við erum öll sammála um að morð á almennu borgurum eru ólíðandi en það liggur á borði ráðamanna. Ég hef alveg fengið skilaboð frá ráðamönnum um að ábyrgðin liggur í fanginu á þeim.“

Ljótasta hliðin

Hera var spurð að því hvort hún hefði fylgst með umræðunni og séð til dæmis miður skemmtilegar samsettar myndir af henni og hörmungunum á Gaza.

„Ljótasta hliðin, erfiðasta hliðin, er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð í símann minn og innboxið mitt og alls staðar. Það var kannski erfiðast. Þau voru margvísleg,“ sagði Hera og bætti við að í sum tilfellum hefði verið um kurteisisleg hópskilaboð að ræða þar sem verið var að þrýsta á hana að fara ekki til Svíþjóðar.

„Önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað taka utan um þá og þegar,“ sagði hún og bætti við að um hafi verið að ræða ljótt myndefni og skilaboð. Þessi skilaboð hefðu verið frá einstaklingum sem augljóslega þarf að hlúa betur að.

Hera segir að hún sitji með þá tilfinningu í maganum að það sé rétt að fara út. Hún hafi staðið frammi fyrir tveimur slæmum valkostum í rauninni, að fara eða fara ekki, en það sé betra að fara því sú ákvörðun feli í sér ákveðna vonarglætu.

Hera tók það líka fram að þrátt fyrir ljót skilaboð hefði hún fengið holskeflu af jákvæðum skilaboðum, jafnvel frá ókunnugu fólki úti á götu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg