Gunnar Helgason leikari, rithöfundur og leikstjóri varaði fyrir skömmu við því í færslu í Facebook-hópnum Baldur og Felix-alla leið að tölvupóstar væru í dreifingu þar sem óskað sé eftir fjárframlögum til styrktar kosningabaráttu Baldurs Þórhallssonar prófessors í stjórnmálafræði. Gunnar segir að þessir póstar séu ekki á sínum vegum og ekki á vegum Baldurs.
Eins og kunnugt er hefur Baldur verið sterklega orðaður við framboð til embættis forseta Íslands í kosningunum síðar á þessu ári. Gunnar, sem er vinur Baldurs og Felix Bergssonar eiginmanns hans, stofnaði Facebook-hópinn til að hvetja Baldur til framboðs en hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætlar í framboð eða ekki.
Gunnar skrifar í færslunni:
„VARÚÐ!
Ég fékk veður af því að það sé fjáröflun komin í gang fyrir Baldur Þórhallsson.
Hún er EKKI á mínum vegum.
Og EKKI á vegum Baldurs!!!!
Og ekki heldur á vegum Arnórs Gunnarssonar eins og stendur í póstinum.“