fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Fölsk fjáröflun sett af stað í nafni Baldurs

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 12:30

Gunni Helga og fjölmargir aðrir vilja fá Baldur og Felix á Bessastaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Helgason leikari, rithöfundur og leikstjóri varaði fyrir skömmu við því í færslu í Facebook-hópnum Baldur og Felix-alla leið að tölvupóstar væru í dreifingu þar sem óskað sé eftir fjárframlögum til styrktar kosningabaráttu Baldurs Þórhallssonar prófessors í stjórnmálafræði. Gunnar segir að þessir póstar séu ekki á sínum vegum og ekki á vegum Baldurs.

Eins og kunnugt er hefur Baldur verið sterklega orðaður við framboð til embættis forseta Íslands í kosningunum síðar á þessu ári. Gunnar, sem er vinur Baldurs og Felix Bergssonar eiginmanns hans, stofnaði Facebook-hópinn til að hvetja Baldur til framboðs en hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætlar í framboð eða ekki.

Gunnar skrifar í færslunni:

„VARÚÐ!

Ég fékk veður af því að það sé fjáröflun komin í gang fyrir Baldur Þórhallsson.

Hún er EKKI á mínum vegum.

Og EKKI á vegum Baldurs!!!!

Og ekki heldur á vegum Arnórs Gunnarssonar eins og stendur í póstinum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“