fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vildi fá að vita hvort sonurinn var beittur ofbeldi af skólastjóranum – Fær ekki upplýsingar um hvað var gert í málinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 10:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur birt niðurstöðu sína í máli sem einstaklingur beindi til hennar. Vildi viðkomandi fá að vita hvort að skólastjóri í skóla í Reykjavík sem sonur þessa einstaklings gekk í hefði sætt einhverjum viðurlögum vegna atviks sem kom upp á milli skólastjórans og drengsins. Reykjavíkurborg hafnaði því að veita upplýsingar um það og nefndin staðfesti þá ákvörðun borgarinnar.

Í úrskurðinum segir að með erindi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dagsettu 3. maí 2023, hefði viðkomandi greint frá því að nokkrum mánuðum fyrr hefði hann farið ásamt syni sínum á fund skólastjórans til að ræða van­líðan sonarins í skólanum. Til að ná athygli sonarins hefði skólastjórinn ítrekað tekið um höku hans og sagt honum að horfa í augun á sér. Óskaði kærandi eftir því við skóla- og frístunda­svið að atvikið yrði rannsakað af óvilhöllum aðila sem skæri jafnframt úr um hvort skoða bæri atferli skóla­stjór­ans sem ofbeldi.

Einstaklingurinn sendi annað erindi í september 2023 og óskaði eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í kjölfar fyrra erindisins. Reykjavíkurborg hafnaði þeirri beiðni og kærði einstaklingurinn það til úrskurðarnefndarinnar.

Taldi borgin að viðkomandi væri að óska eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í starfi og sagði slíkar upplýsingar undanskildar þeim upplýsingum sem almenningur ætti rétt á samkvæmt lögum.

Borgin uppfyllti ekki leiðbeiningarhlutverk sitt

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að hún túlki upplýsingabeiðnina og kæruna þannig að ekki sé átt við refsiábyrgð vegna brots í opinberu starfi, með vísan til ákvæða hegningarlaga, heldur stjórnsýsluviðurlög að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu. Úrskurðarnefndin telur að gögn í málum um beitingu slíkra við­urlaga teljist varða starfssamband viðkomandi starfsmanns í skilningi upplýsingalaga og að upplýsingaréttur almennings nái af þeim sökum ekki til þeirra gagna. Því var ákvörðun Reykjavíkurborgar staðfest.

Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingalögum sé heimilt  að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafi sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar áður komist að þeirri niður­stöðu að skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi laganna. Þar af leiðandi sé óþarfi að taka afstöðu til þess hvort Reykja­víkurborg hefði verið heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem skólastjórinn kynni að hafa sætt síðastliðin fjögur ár frá þeim degi sem beiðni kærandans var lögð fram.

Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu hefði ekki verið að öllu leyti í samræmi við upplýsingalög. Borgin hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort einstaklingurinn sem vildi fá upplýsingarnar hefði átt rétt á meiri upplýsingum en skylt var að veita samkvæmt upplýsingalögum. Þá hafi borgin í ákvörðun sinni ekki bent einstaklingnum á að hann gæti kært synjun borgarinnar á beiðni hans um upplýsingarnar, um hvort skólastjórinn hefði sætt einhverjum viðurlögum, til nefndarinnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar