fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skallaði mann í andlitið í líkamsræktarstöð á Ásbrú – Heilahristingur og skakkt bit

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. mars 2024 10:30

Árásin átti sér stað í Sporthúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var fyrir helgi dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í líkamsræktarstöð. Skallaði hann annan mann í andlitið og sló hann á hægri vanga.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 8. mars.

Atvikið átti sér stað þriðjudaginn 29. nóvember árið 2022 í líkamsræktarsal Sporthússins við Flugvallarbraut 701 í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn ákærði manninn hins vegar ekki fyrr en þann 29. september á síðasta ári, fyrir líkamsárás af yfirlögðu ráði.

Eins og fyrr segir skallaði maðurinn brotaþola í andlitið og sló í kjölfarið hann á hægri vanga. Afleiðingarnar voru þær að það brotnaði úr hægri framtönn hans og einnig hlaut hann einkenni heilahristings, eymsli og verki í andlitsbeinum og kjálka. Þá skekktist einnig bit hans.

Játaði skýlaust

Lögreglustjóri gerði kröfu um refsingu og auk þess gerði brotaþoli einkaréttarkröfu upp á tæpar 1,8 milljónir króna auk vaxta. Einnig var gerð krafa um að maðurinn myndi greiða framtíðarkostnað vegna tannviðgerða.

Fyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust en hafnaði bótakröfunni. Var málið því dómtekið án frekari sönnunarfærslu.

Í ljósi játningar og að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsivert brot var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig var hann dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur upp á eina milljón króna og sjúkrakostnað upp á tæpar 70 þúsund krónur. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“