fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Myglueitur í ávaxtahristing

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 15:45

Matvælastofnun. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun er varað við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðarberja, banana & guava hristing (smoothie) 250 ml og 150 ml sem Core heildsala flytur inn vegna þess að varan stóðst ekki gæðaeftirlit framleiðslunnar.

Of mikið magn af myglueitrinu patulin greindist of hátt í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Froosh
  • Vöruheiti: Froosh Jarðarberja, Banana & Guava
  • Framleiðandi: Fazer
  • Innflytjandi: Core heildsala
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 150 ml 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. 250 ml 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024
  • Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Samkaup, Hagkaup, Melabúðin og Fjarðarkaup

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu