fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Myglueitur í ávaxtahristing

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 15:45

Matvælastofnun. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun er varað við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðarberja, banana & guava hristing (smoothie) 250 ml og 150 ml sem Core heildsala flytur inn vegna þess að varan stóðst ekki gæðaeftirlit framleiðslunnar.

Of mikið magn af myglueitrinu patulin greindist of hátt í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Froosh
  • Vöruheiti: Froosh Jarðarberja, Banana & Guava
  • Framleiðandi: Fazer
  • Innflytjandi: Core heildsala
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 150 ml 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. 250 ml 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024
  • Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Samkaup, Hagkaup, Melabúðin og Fjarðarkaup

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin