fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Opnað fyrir rafræna skráningu meðmæla fyrir forsetaframbjóðendur – Nýr frambjóðandi kominn í hópinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekið hefur verið upp það nýmæli að hægt er að veita frambjóðendum til embættis forseta Íslands í komandi kosningum meðmæli sín með rafrænum hætti á Ísland.is. Á lista yfir frambjóðendur sem hægt er að veita meðmæli sín eru einstaklingar sem allir hafa tilkynnt opinberlega um framboð sitt en þó er þar að finna eitt nafn sem ekki hefur komið fram áður.

Um hina rafrænu meðmælasöfnun segir á Ísland.is að frambjóðendur geti stofnað söfnun með rafrænum skilríkjum og að því loknu deilt hlekk með kjósendum á söfnunina. Kjósendur geti þá mælt með frambjóðandanum eða öðrum sem eru í framboði. Aðeins megi mæla með einum frambjóðanda. Ef meðmælendur skipti um skoðun sé hægt að draga fyrri meðmæli til baka og mæla með öðrum frambjóðanda þangað til söfnuninni sé lokað. Eftir það sé ekki hægt að draga meðmælin til baka.

Hver frambjóðandi þurfi að skila inn 1.500 – 3.000 meðmælum, skipt eftir landsfjórðungum.

Frambjóðendum er þó einnig heimilt að safna meðmælum á blaði.

Þegar meðmælasöfnun hefur verið stofnuð geta meðmælendur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og mælt með framboði.

Kunnugleg nöfn en eitt nýtt

Á Ísland.is er listi yfir alla frambjóðendur sem hægt er að mæla með og þetta eru allt frambjóðendur sem hafa kynnt það vel opinberlega að þeir hyggi á framboð. Þetta eru: Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon Wium, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson.

Þarna er þó að finna nafn sem hefur ekki komið fram áður en það er Agnieszka Sokolowska.

Vill hrista upp í kosningunum

Hún var á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021 en samkvæmt framboðskynningu á heimasíðu flokksins hafði hún þá búið á Íslandi í 14 ár og því eru árin nú væntanlega orðin 17.

Agnieszka Sokolowska er af pólskum uppruna og samkvæmt Facebook-síðu hennar starfar hún nú sem verkefnastjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en áður var hún bókavörður í Hafnarfirði og Reykjavík og þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt áðurnefndri framboðskynningu hefur hún einnig starfað sem túlkur og tekið virkan þátt í verkefnum tengdum fjölmenningu. Hún hafi einnig verið í ráðgjafahópi í málefnum innflytjenda á vegum Alþýðusambands Íslands. Innan Sósíalistaflokksins hafi hún lagt sérstaka áherslu á þessi málefni auk þess að gera Íslendinga af erlendum uppruna sýnilega á pólitíska sviðinu.

Agnieszka Sokolowska árið 2021. Mynd-Heimasíða Sósíalistaflokksins

Agnieszka tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Þar segir hún (í þýðingu DV):

„Kæru vinir og fjandvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég myndi kunna vel að meta undirskriftir ykkar, jafnvel þó það væri bara til gamans gert.“

Síðan lætur Agnieszka fylgja með tengil á áðurnefnda rafræna undirskriftasöfnun. Enga kynningu á framboðinu er hins vegar að finna í tilkynningunni.

Í athugasemd við færsluna er henni óskað góðs gengis og fullyrt að margir muni ekki verða ánægðir með að innflytjandi bjóði sig fram til embættis forseta Íslands en að framboðið muni að minnsta kosti hrista upp í kosningunum.

„Það er einmitt tilgangurinn með því að gera þetta,“ svarar Agnieszka.

Hún virðist því ekki hafa mikla trú á eigin sigurmöguleikum en hefur greinilega það markmið að marka spor í sögu forsteaembættsins því einstaklingur af erlendum uppruna hefur ekki áður boðið sig fram.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg