fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Lögreglan rannsakar enn hvarf Jóns Þrastar – Vilja ná tali af þeim sem sendi dularfullar nafnlausar ábendingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. febrúar 2024 10:30

Síðast sást til Jóns Þrastar í öryggismyndavélum skammt frá hótelinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru fimm ár síðan Jón Þröstur Jónsson gekk út af hóteli í Dublin, að morgni laugardagsins 9. febrúar 2019, og sást ekki eftir það. Hann var þá 41 árs gamall. Írska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölskylda Jóns óski að nýju eftir hjálp við leitina að honum.

Jón Þröstur hafði aðeins dvalist í um sólarhring í Dublin er hann hvarf. Hafði hann varið nóttinni á spilavíti hótelsins. Um morguninn kom unnusta hans til hans á hótelið, en hún tók flug sólarhring á eftir honum vegna vandræða með vegabréf. Stuttu eftir að hún kom á hótelið gekk Jón Þröstur út og sást ekki framar. Upptökur úr öryggismyndavélum sýndu hann ganga framhjá Higfield sjúkrahúsinu í átt að gatnamótum við Collins-breiðgötuna.

Jón tók ekki með sér vegabréf, veski eða síma þegar hann gekk burtu frá hótelinu. Írska lögreglan segist hafa kannað yfir 270 vísbendingar í málinu, tekið marga í skýrslutöku og skoðað marga klukkutíma af efni úr öryggismyndavélum, allt frá því Jón hvarf.

Í dag hefur lögreglan sérstakan áhuga á að ná tali af höfundi eða höfundum tveggja skilaboða sem henni hafa borist. Ekki kemur fram hvort um er að ræða rafræn skilaboð eða sendibréf, en leiða má líkur að hinu síðarnefnda. Eru höfndur eða höfundar skilaboðanna hvattir til að gefa sig fram við lögreglu og er þeim heitið fullum trúnaði.

Í frétt írska ríkisútvarpsins eru allir sem gætu haft upplýsingar um málið hvattir til að hafa samband við lögregluna. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“