fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Heitt vatn byrjað að streyma aftur til Suðurnesja – Íbúar þurfi að fara að öllu með gát

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 18:42

Njarðvíkuræð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á Facebook-síðu HS Orku kemur fram að aðgerðir dagsins við að tengja Njarðvíkuræðina, heitavatnslögnina frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, hafi tekist vel og nú streymi um 70 lítrar á sekúndu í gegnum hana áleiðis í heitavatnstanka HS Orku á Fitjum. Enn sem komið er verði ekki séð að lekar séu á nýju lögninni sem lenti að hluta undir hrauninu.

Þrýstingur verði aukinn hægt og rólega fram eftir kvöldi í samvinnu við HS Veitur þar til fullum afköstum verði náð. Suðuvinnu hafi lokið um þrjúleytið í dag og þá hafi strax verið hafist handa við að dæla rólega inn á lögnina til að sjá hvað hún þyldi. Óttast var að skemmdir hefðu orðið á þeim hluta hennar sem fór undir hraun auk þess sem hitabreytingar við inndælingu hafi getað valdið því að lögnin skryppi saman og tog kæmi á hana. Það hafi ekki gerst. Á þeim hluta lagnarinnar sem búið var að sanda og fergja séu vísbendingar um að hitastigið sé ekki mjög hátt miðað við aðstæður en lögnin var á tveggja metra dýpi áður en hraunið rann.

Ekki sé sjálfgefið að aðgerð af þessum toga, við jafn krefjandi aðstæður og raun ber vitni, gangi áfallalaust fyrir sig. Það hafi þó verið reyndin í dag og beri að þakka það öruggum og vönduðum vinnubrögðum starfsmanna HS Orku og verktakanna HD Framtak og Ellert Skúlason.

Dreift í skrefum og íbúar fari varlega með hitastilla

Í tilkynningu á Facebook-síðu HS Veitna kemur fram að frá heitavatnstönkunum á Fitjum verði svo hleypt rólega inn á dreifikerfið inn á ákveðin svæði í einu. Sé það gert til að vernda dreifikerfið, minnka líkur á lekum, lofttæma lagnirnar og byggja upp þrýsting á kerfinu.

Gott sé að íbúar hafi hitastilla lágt stillta og hækki ekki hitann fyrr en ofnar eða gólfhitakerfi byrja að hitna, og hækki síðan hitastilla í rólegheitunum í nokkrum þrepum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“