Sú sviðsmynd sem óttast hefur verið hvað mest eftir að eldgos hófst á Reykjanesskaga í morgun er orðin að veruleika. Hraun er farið yfir Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn frá orkuverinu í Svartsengi til Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar er farin í sundur.
Unnið er að tengingu framhjá lögninni en á meðan fá íbúar heitt vatn úr miðlunartönkum á svæðinu en á meðan svo er er afar mikilvægt að spara heita vatnið eins og kostur því annars klárast það á nokkrum klukkustundum í tilkynningu frá Almannavörnum segir eftirfarandi:
„Miðlunartankar geyma heitt vatn á svæðinu og þegar leiðslan fer þá er það eina vatnið sem er eftir á svæðinu. Því er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki spari vatnið. Í markvissum sparnaði endast miðlunartankar væntanlega í 6 til 12 klukkustundir. Miðað við hefðbundna daglega notkun endast tankarnir í 3 til 6 klukkustundir.“