fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Leiðréttir útbreiddan misskilning um Íslendinga og hvali

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 22:30

Búrhvalur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona hefur ritað færslu í Facebook-hópinn Reykjavik, ICELAND, Travel & Vacation. Þar segist hún leitast við að leiðrétta þann misskilning sem hún segist hafa orðið vör við að neysla hvalkjöts sé útbreidd á Íslandi.

Konan segist hafa orðið vör við margar athugasemdir þessa efnis í netheimum. Hún leggur hins vegar áherslu á að þetta sé rangt:

„Gagnstætt því sem margir telja er neysla hvalkjöts hvorki hefðbundin né vinsæl á Íslandi … Aðeins 1,5 prósent Íslendinga borða hvalkjöt reglulega.“

Konan tekur ekki fram hvaðan hún hefur þessar tölur en líklega er hún að vísa í tölur úr könnun sem  International Fund for Animal Welfare lét gera meðal Íslendinga árið 2016 en þá sögðust 1,5 prósent aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Vísir greindi frá könnunnni á sínum tíma.

Ljóst er að höfundi færslunnar er mjög annt um velferð hvala. Hún bætir því við að hvalir dreifi kolefni um heimshöfin og séu þess vegna mikilvægir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hún hvetur fólk til að njóta hvala úr hæfilegri fjarlægð en sleppa því að borða þá.

Færslan fær þó misjafnar undirtektir í athugasemdum. Sumir taka undir með konunni en aðrir segjast hafa prófað að borða hvalkjöt og það hafi verið ljúffengt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt