fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Ármann og Þorvaldur telja að gosið geti reynt á varnargarðana við Svartsengi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga klukkan sex í morgun geti reynt á varnargarðana við Svartsengi.

Sprungan sem gýs úr liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells og rennur hraun mestmegnis til vesturs á þessu stigi.

Ármann var í viðtali við RÚV í morgun þar sem hann sagði að gosið gæti náð hámarki á næstu klukkutímum. Tók hann undir með kollega sínum Þorvaldi Þórðarsyni sem sagði að reynt gæti á varnargarðana sem reistir voru við Svartsengi.

„Hraunið heldur sér uppi á heiðinni og getur kannski sett smá þrýsting á varnargarðana í Svartsengi,“ sagði Þorvaldur við RÚV í morgun. Þorvaldur tók þó fram að miðað við að gjósi á þessum slóðum gæti staðsetningin eiginlega ekki verið betri.

Þorvaldur sagðist einnig eiga von á því að gosið standi ekki lengi yfir og verði jafnvel lokið eftir 80 klukkustundir, eða 2-4 daga.

Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur sagði í fréttum RÚV klukkan 8 að líklegasta sviðsmyndin væri sú að gosið stæði stutt yfir. Þó væri ekki hægt að útilokað að það opnaðist rás sem næði dýpra og þar með yrði kvikuflæði jafnara. „Það er enn aflögun í gangi en við þurfum bara að bíða og sjá. En auðvitað er líklegast að þetta verði eins og við höfum séð áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“