fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Sækið þetta fólk strax og skammist ykkar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að Bjarni Benediktsson var löðrungaður á annan vangann á Stöð 2 og á hinn á RÚV ætti þessi frétt að auka á kinnroðann, það er að segja ef einhver sómatilfinning er til staðar,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson á Facebook-síðu sinni.

Kristinn deilir þar frétt RÚV þar sem sagt var frá því að Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og sjálfboðaliði í Egyptalandi, hafi tekið þátt í að bjarga fjölskyldu frá Gaza. Það hafi aðeins tekið fjóra daga en um var að ræða þrjá drengi og móður þeirra sem eru nú komin með dvalarleyfi hér.

„Við komum hérna út og vissum í raun ekkert hvernig þetta myndi fara, en ég verð að segja að í mínum villtustu draumum héldum við ekki að þetta myndi ganga svona hratt og vel fyrir sig. Þannig ég get staðfest að þetta er enginn ómöguleiki,“ sagði Bergþóra við RÚV.

„Ef Bergþóra getur sótt fólk til Gaza á fjórum dögum getur Bjarni gert það á morgun. Allt fjas í Bjarna (og tveimur öðrum ráðherrum) um að þetta sé svo flókið og erfitt er kjaftæði. Það er nær að kalla það haugalygi. Sækið þetta fólk strax og skammist ykkar,“ segir Kristinn í færslu sinni.

Fleiri gerðu umrædda frétt að umtalsefni, þar á meðal þingmaðurinn fyrrverandi Þór Saari sem sagði í Facebook-hópi Sósíalistaflokks Íslands:

„Þessar þrjár konur hafa sýnt það og sannað að enn er sönn mannúð og kjarkur til í Íslendingum, þótt ekki finnist hún hjá forsætisráðherra eða öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.“

„Bergþóra Snæbjörnsdóttir og vinkonur hennar eru að koma með börn frá Gaza. Mjög vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina. BB eins og trúður þegar óbreyttir borgarar hafa skotið honum og Katrínu ref fyrir rass og sótt börn frá Gaza fyrir eigin reikning alla leið til Kairó. Svei stjórnvöldum sem lofa fyrst og svíkja svo jafnvel fólk inn í opinn dauðann á Gaza,“ sagði blaðamaðurinn Jóhann Hauksson á Facebook-síðu sinni.

„Bergþóra fór til Egyptalands og gerði á 96 klukkutímum það sem íslensku ríkisstjórninni hefur ekki tekist á 122 dögum: að bjarga fólki út af Gaza,“ sagði rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta