fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Ragnar segir gríðarlega sóun í heilbrigðiskerfinu – Tíma lækna sóað fyrir framan tölvuskjái

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 19:30

Ragnar nefnir að um helmingi fjármagns sé sóað í heilbrigðiskerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir tíma lækna og fjármunum sóað í heilbrigðiskerfinu. Þetta valdi aukinni bið, þjáningu og verri lífsgæðum fyrir sjúklinga.

Þetta kemur fram í grein sem Ragnar skrifar í Nýjasta tölublað Læknablaðsins. Vísar hann þar til umræðu sem var um sóun á nýafstöðum Læknadögum.

Til að setja upphæðirnar í samhengi nefnir Ragnar að þriðjungi af útgjöldum hins opinberra sé varið til heilbrigðismála, það er 380 milljörðum króna á þessu ári. Gróft reiknað fer 40 prósent til spítalanna, meira en 150 milljarðar, 72 til dvalar og hjúkrunarheimila og 43 til heilsugæslu. Samningur Sjúkratrygginga við Læknafélag Reykjavíkur eru 12 milljarðar.

330 þúsund komur voru á dag og göngudeildir Landspítala og 26 þúsund lögðust þar inn í fyrra. Á heilsugæslustöðvarnar voru milljón komur, hálf milljón leitaði til sjálfstætt starfandi lækna, 850 þúsund meðferðir voru veittar hjá sjúkraþjálfurum og 2800 einstaklingum sinnt á hjúkrunarheimilum.

Fyrir framan tölvuskjái í stað sjúklinga

„Rannsóknir benda til að allt að helmingi þess fjármagns sem veitt er til heilbrigðisþjónustu sé sóað með einhverjum hætti,“ segir Ragnar. En sóun er skilgreind sem þjónusta sem ekki bætir heilsu fólks, jafn vel skaðar sem og kostnaður sem mætti forðast með annarri nálgun.

„Tíma lækna er sóað á margvíslegan hátt, eins og við ritun ýmiss konar vottorða fyrir stofnanir, fyrirtæki og tryggingafélög,“ segir Ragnar. „Íslenskir læknar gefa út jafn marga lyfseðla fyrir undanþágulyf og lyfjaskírteini og sænskir kollegar til samans, en þeir eru þrjátíu sinnum fleiri. Þá eru ótaldar allar tilvísanirnar til sjúkraþjálfara eða til annarra lækna.“

Læknar eyði miklum tíma fyrir framan tölvuskjái í stað þess að sinna sjúklingum. Sjúkraskrárkerfið sé ævafornt og gerir læknastarfið flóknara og erfiðara.

Skerðir lífsgæði

Ragnar nefnir að það kosti um 50 til 200 milljónir króna að sérmennta lækni. Að nýta lækni til að sinna gagnslitlu spjalli á Heilsuveru sé sóun á fjárfestingu og taki mannafla frá raunverulegri klínískri þjónustu.

„Sjúklingar bíða eftir þjónustu á öllum stigum heilbrigðiskerfisins,“ segir Ragnar. „Bið er eftir því að komast að hjá heimilislækni, hafi viðkomandi yfir höfuð heimilislækni. Þá er bið eftir tíma hjá sérfræðilæknum og svo bíða þúsundir eftir skurðaðgerðum. Þetta veldur þjáningu, skertri vinnugetu og skerðir lífsgæði.“

Mannréttindabrot að vista aldraða lengi á sjúkrahúsi

Nefnir hann að það sé sóun þegar þjónusta er veitt á dýrara þjónustustigi en þörf krefur. Verkefni mætti færa til sjálfstætt starfandi lækna þar sem ódýrara sé að veita þjónustuna en á spítölum.

„Á Landspítala liggja aldraðir og bíða eftir að komast í viðeigandi úrræði. Það er morgunljóst að það er dýrasti kosturinn að vista aldraða, sem lokið hafa læknisfræðilegri meðferð, svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir á hátæknisjúkrahúsi. Auk þess að kosta stórfé má það nánast teljast mannréttindabrot gagnvart þessum hópi,“ segir Ragnar. „Það er sóun að hafa ekki lagt ofuráherslu á heimaþjónustu og heimahjúkrun þar sem hagkvæmast og best er að sinna fólki, ásamt því að fjölga hjúkrunarrýmum þegar þeirra er þörf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“