fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sama manneskjan sendi Vestmannaeyjabæ fyrirspurn nánast á hverjum degi í heilt ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku fór fram fundur bæjarráðs Vestmanneyja. Meðal fundarefna var fjöldi formlegra fyrirspurna sem bárust bænum á árinu 2023. Í fundargerð fundarins kemur fram að fjöldi þeirra skagaði hátt upp í fjölda daga ársins og þær bárust allar frá einum og sama einstaklingnum.

Í fundargerðinni kemur fram að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar sem varðað hafi hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023. Þær hafi allar borist frá einum einstaklingi.

Sá tími sem hafi farið í að svara fyrirspurnunum jafngildi um það bil hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið 2023.

Efni fyrirspurnanna er ekki sundurliðað í fundargerðinni og því kemur ekki fram hvað viðkomandi hafði mestan áhuga á að vita um starfsemi bæjarins og félagsins í eigu hans. Það er ekki tekið beinlínis fram um hvaða félag er að ræða en telja verður líklegt að fyrirspurnirnar hafi snúist um Herjólf ohf. sem sér um rekstur samnefndrar ferju og er í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“