fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Ívar segir að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 20:37

Ívar Hlynur Ingason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ættleiddur var hingað til lands frá Sri Lanka á níunda áratugnum, Ívar Hlynur Ingason, telur að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni eftir að móður hans var byrlað svefnlyfi. Segist Ívar hafa sannanir fyrir þessu.

RÚV greinir frá.

Ívar vill að íslensk stjórnvöld skoði ættleiðingar frá landinu á 9. áratugnum betur og axli ábyrgð á þeim mannréttindabrotum sem framin hafi verið, að hluta með þeirra blessun. Víða í Evrópu hafa komið upp mál fólks sem ættleitt var til Evrópu frá Sri Lanka á síðari hluta 20. aldar.

Ívar og fleiri einstaklingar sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands hafa farið fram á að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð á sínum þætti í málum þeirra og brotum gegn blóðættingjum þeirra.

„Ég vildi bara fá almennilega rannsókn á þessu. Þetta snýst ekki um einhverjar skaðabætur eða eitthvað. Bara að fá viðurkenninguna á því að það áttu sér stað einhver gígantísk mistök, vanræksla eða hvað sem það er,“ segir Ívar í viðtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?