fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 19:30

Höfuðstöðvar Säpo. Mynd: Säkerhetspolisen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag voru höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, í Solna norður af Stokkhólmi, rýmdar eftir að grunur lék á um að gasleki hefði komið upp í byggingunni. Nokkrir starfsmenn veiktust. Nú hefur verið staðfest að um var að ræða baneitraða gastegund.

Um var að ræða Fosgen, öðru nafni kóbalt klóríð, sem er eitrað og hefur verið notað sem efnavopn í hernaði.

Það er Aftonbladet sem greinir frá.

Mikið tilstand var þegar byggingin var rýmd síðastliðinn föstudag. Stórt svæði var afgirt og fólk á svæðinu var beðið um að halda sig innandyra. Alls voru 8 manns fluttir á sjúkrahús.

Skömmu eftir að byggingin var rýmd bárust fréttir að um fosgen hefði verið að ræða en lögreglan vísaði því á bug. Skjöl yfirvalda í Stokkhólmsumdæmi hafa hins vegar sýnt fram á að sannarlega var um fosgen að ræða.

Samkvæmt skjölunum varð það strax ljóst á föstudag þegar embættismenn í umdæminu funduðu með viðbragðsaðilum að um væri að ræða fosgen, mælingar hefðu staðfest það. Magnið sem mældist var 0,6 milljónustuhlutar (ppm) en til að bana manneskju á einni mínútu þarf 500 milljónustuhluta. Það voru starfsmenn eignaumsjónar hússins sem framkvæmdu mælinguna en mælingarbúnaður var á þaki byggingarinnar.

Í skjölunum segir að fosgen geti myndast við logsuðu.

Fosgen er lyktarlaust og getur í nægilega miklu magni meðal annars valdið öndunarerfiðleikum, ógleði, og brjóstverkjum.

Þessi eiturgasleki um höfuðstöðvar Säpo er til rannsóknar hjá lögreglunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum