fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Eiturgas lak um höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 19:30

Höfuðstöðvar Säpo. Mynd: Säkerhetspolisen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag voru höfuðstöðvar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, í Solna norður af Stokkhólmi, rýmdar eftir að grunur lék á um að gasleki hefði komið upp í byggingunni. Nokkrir starfsmenn veiktust. Nú hefur verið staðfest að um var að ræða baneitraða gastegund.

Um var að ræða Fosgen, öðru nafni kóbalt klóríð, sem er eitrað og hefur verið notað sem efnavopn í hernaði.

Það er Aftonbladet sem greinir frá.

Mikið tilstand var þegar byggingin var rýmd síðastliðinn föstudag. Stórt svæði var afgirt og fólk á svæðinu var beðið um að halda sig innandyra. Alls voru 8 manns fluttir á sjúkrahús.

Skömmu eftir að byggingin var rýmd bárust fréttir að um fosgen hefði verið að ræða en lögreglan vísaði því á bug. Skjöl yfirvalda í Stokkhólmsumdæmi hafa hins vegar sýnt fram á að sannarlega var um fosgen að ræða.

Samkvæmt skjölunum varð það strax ljóst á föstudag þegar embættismenn í umdæminu funduðu með viðbragðsaðilum að um væri að ræða fosgen, mælingar hefðu staðfest það. Magnið sem mældist var 0,6 milljónustuhlutar (ppm) en til að bana manneskju á einni mínútu þarf 500 milljónustuhluta. Það voru starfsmenn eignaumsjónar hússins sem framkvæmdu mælinguna en mælingarbúnaður var á þaki byggingarinnar.

Í skjölunum segir að fosgen geti myndast við logsuðu.

Fosgen er lyktarlaust og getur í nægilega miklu magni meðal annars valdið öndunarerfiðleikum, ógleði, og brjóstverkjum.

Þessi eiturgasleki um höfuðstöðvar Säpo er til rannsóknar hjá lögreglunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“