fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Svindlað á stuðningsfólki Trump í gegnum Kalkofnsveg – „Það er ekkert sem bannar þetta samkvæmt íslenskum lögum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 12:00

Netþrjótar herja á stuðningsfólk Donald Trump. Mynd/Samsett/Getty/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttnir netþrjótar frá Norður Makedóníu hafa svikið út mikla peninga frá stuðningsfólki Donald Trump í Bandaríkjunum. Þetta hafa þeir gert í gegnum vefsíður sem skráðar eru hjá íslensku fyrirtæki með heimilisfang að Kalkofnsvegi.

Á síðunum selja netþrjótarnir svokölluð Trump kort (Trump cards), debetkort sem þeir segja að innihaldi 200 þúsund dollara í framtíðarvirði. Það er þegar Donald Trump verði orðinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik. Kortin eru seld á nokkur hundruð dollara hvert.

Gömul kona kolféll fyrir svindlinu

Útvarpsstöðin RadioFreeEurope greinir frá því að 86 ára gömul kona að nafni Ann Bratton, stuðningskona Trump, hafi fallið fyrir þessu svindli. Auk þess að vera dygg stuðningskona þá safnar hún ýmsum munum tengdum Trump. Þegar hún sá fram á að geta grætt peninga með því að styðja Trump stökk hún á það.

„Ég trúi Donald Trump og mér finnst hann heiðarlegur. Ég trúði því að ég væri að fjárfesta í framtíðinni,“ sagði Bratton.

Bratton keypti 20 Trump kort fyrir samanlagt 6 þúsund dollara, eða um 830 þúsund krónur. Sá hún fram á að þetta yrði að 4 milljónum dollara, 550 milljónum króna, þegar Trump yrði kjörinn. Þessir peningar eru nú glataðir.

Gamalt svindl á nýjum belgjum

Fréttamenn útvarpsstöðvarinnar hafa fundið 88 vefsíður sem selja Trump kort. Flestar þeirra eru skráðar í Reykjavík. Leiða má líkur að því að síðurnar séu mun fleiri. Þá er einnig verið að selja kortin í gegnum samfélagsmiðla, einkum í gegnum Telegram.

Hins vegar er ekki um íslenska netþrjóta að ræða. Hreiður þeirra má finna í borginni Veles, lítilli borg um miðbik Norður Makedóníu.

Dæmi um auglýsingu fyrir Trump kort. Mynd/Telegram

Trump kortin eru ekki eina svindlið sem hefur farið fram í þessari borg, sem telur aðeins um 40 þúsund sálir. Þegar Trump var kosinn árið 2016 komst hún í fréttirnar fyrir að vera miðstöð falsfréttaflutnings í tengslum við kosningarnar. Um 100 falsfréttavefsíður mátti rekja til Veles.

Á þessum tíma kom líka sams konar svindl upp og nú. Það er að stuðningsmönnum voru boðnir Trump dollarar eða Trump mynt sem myndi margfaldast í verði þegar hann yrði kjörinn forseti og myndi koma á nýju peningakerfi.

Rannsókn lokað

Yfirvöld í Bandaríkjunum og í Norður Makedóníu hafa ekki brugðist við þessu svindli. Hér á Íslandi hefur farið fram rannsókn á fyrirtækinu Witheld for Privacy en lögreglan telur starfsemina löglega.

„Ég bjó til rannsókn og við erum búnir að loka henni aftur,“ segir Steinarr Kristján Ómarsson, lögreglufulltrúi við tölvurannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við vitum allt um þetta. Við fáum reglulega fyrirspurnir frá lögreglu út um allan heim. Menn halda að það séu einhver gögn á Íslandi.“

Er svo komið að lögreglan hefur látið útbúa staðlað skjal til að svara erlendum lögregluembættum þegar kemur að Witheld for Privacy.

Witheld for Privacy er skráð til heimilis að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík, á skrifstofuhóteli Regus. Er þetta útibú, eða fjarskrifstofa, frá bandarísku fyrirtæki skráðu í Arizona fylki sem kallast Namecheap. Skráður eigandi er Sergio Regoya Hernandez frá Mexíkó.

Mörg mál

Nafn Witheld for Privacy hefur marg oft ratað í fjölmiðla vegna gruns um að það sé að veita netþrjótum skálkaskjól.

Fyrr í þessum mánuði greindi DV frá því að þrjótar sem þóttust selja ýmis heimilistæki og tól í Nebraska földu slóð sína hjá Witheld for Privacy. Í sumar greindi Vísir frá því að fyrirtækið feldi slóð öfgahægrimanna sem þóttust selja transfólki hormónalyf án lyfseðils. Árið 2022 greindi Fréttablaðið frá því að hópur rússneskra netglæpamanna sem sviku peninga út úr áströlskum sparifjáreigendum feldi slóð sína á Kalkofnsveginum.

Sjá einnig:

Netglæpamenn földu slóð sína á Íslandi – Vildu helminginn fyrir fram

Þetta eru aðeins dæmi um þau mál sem hafa komið upp. Witheld for Privacy er heldur ekki eina fyrirtækið sem hefur leyft netþrjótum og öfgamönnum að fela upplýsingar sínar á Íslandi. Frægasta málið sem upp hefur komið var þegar fyrirtækið Orange Website, á Klapparstíg, hýsti íslömsku hryðjuverkasamtökin ISIS.

Rætt í ráðuneytinu

„Það er ekkert sem bannar þetta samkvæmt íslenskum lögum,“ segir Steinarr. „Það er búið að fara með þetta alla leið upp í ráðuneyti og ræða þetta, hvernig eigi að bregðast við hálfgerðum gervifyrirtækjum.“

Erlend lögregluembætti þurfa að fara í gegnum bandaríska dómstóla til þess að fá gögn. Ekkert er geymt hérna á Íslandi.

„Tilgangurinn er að flækja. Til að það sé erfiðara að hafa uppi á raunverulegum eiganda að vefsíðu,“ segir Steinarr.

Hann segir að ekkert sé hægt að gera í þessu eins og staðan sé í dag. Það þyrfti lagabreytingu til.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt