Fólk á þrítugsaldri er líklegra til þess að hrökklast af vinnumarkaði en fólk á fimmtugsaldri. Í gegnum tíðina hefur yngsta fólkið verið það sem hefur síst fallið af vinnumarkaði.
Þetta sýnir ný rannsókn sem tveir hagfræðingar gerðu fyrir bresku hugveituna Resolution Foundation. En hennar markmið er að auka lífsgæði lægri og millistétta fjölskyldna.
Á síðasta ári voru 5 prósent fólks undir 25 ára utan vinnumarkaðar vegna veikinda. Helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk hrökklast af vinnumarkaði eru andleg veikindi og kvillar.
Samkvæmt skýrslunni er þessi hópur, yngsta fólkið á vinnumarkaði, með verstu andlegu heilsuna af öllum. Þetta er algjör viðsnúningur frá því að sams konar rannsókn var gerð fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þá var yngsta fólkið með bestu andlegu heilsuna.
Rúmur þriðjungur, 34 prósent, fólks á aldrinum 18 til 24 ára voru með einhver einkenni andlegra veikinda. Svo sem kvíða, þunglyndis eða geðhvarfasýki. 41 prósent kvenna og 26 prósent karla. Árið 2000 var hlutfallið 24 prósent.
Louise Murphy, sem leiddi rannsóknina, segir versta hópinn þann sem sækir sér ekki menntun.
„Fjárhagslegar afleiðingar slæmrar andlegrar heilsu eru verstar hjá fólki sem fer ekki í háskóla, einn af hverjum þremur með algengra andlega kvilla eru utan vinnumarkaðar,“ segir hún.