fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Viðsnúningur í geðheilbrigði – Ungt fólk nú líklegast til að hrökklast af vinnumarkaði

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:30

Horfur ungs fólks á vinnumarkaði hafa versnað til muna. Mynd/úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á þrítugsaldri er líklegra til þess að hrökklast af vinnumarkaði en fólk á fimmtugsaldri. Í gegnum tíðina hefur yngsta fólkið verið það sem hefur síst fallið af vinnumarkaði.

Þetta sýnir ný rannsókn sem tveir hagfræðingar gerðu fyrir bresku hugveituna Resolution Foundation. En hennar markmið er að auka lífsgæði lægri og millistétta fjölskyldna.

5 prósent á örorku

Á síðasta ári voru 5 prósent fólks undir 25 ára utan vinnumarkaðar vegna veikinda. Helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk hrökklast af vinnumarkaði eru andleg veikindi og kvillar.

Samkvæmt skýrslunni er þessi hópur, yngsta fólkið á vinnumarkaði, með verstu andlegu heilsuna af öllum. Þetta er algjör viðsnúningur frá því að sams konar rannsókn var gerð fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þá var yngsta fólkið með bestu andlegu heilsuna.

Þriðjungur með einkenni

Rúmur þriðjungur, 34 prósent, fólks á aldrinum 18 til 24 ára voru með einhver einkenni andlegra veikinda. Svo sem kvíða, þunglyndis eða geðhvarfasýki. 41 prósent kvenna og 26 prósent karla. Árið 2000 var hlutfallið 24 prósent.

Louise Murphy, sem leiddi rannsóknina, segir versta hópinn þann sem sækir sér ekki menntun.

„Fjárhagslegar afleiðingar slæmrar andlegrar heilsu eru verstar hjá fólki sem fer ekki í háskóla, einn af hverjum þremur með algengra andlega kvilla eru utan vinnumarkaðar,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Í gær

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Í gær

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi
Fréttir
Í gær

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“
Fréttir
Í gær

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur