fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 18:30

Litla-Hraun. Mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Umboðsmanns Alþingis nú fyrir helgi kom fram að embættið hafi óskað eftir upplýsingum frá Fangelsismálastofnun og Fangelsinu Litla-Hrauni um myndbandsupptökur úr öryggisklefum og meðhöndlun þeirra. Tilefnið var að tilteknum upptökum hafði verið eytt þegar embættið bað um aðgang að þeim vegna kvörtunar sem því hafði borist. Það er ekki tilgreint nánar hvers eðlis kvörtunin en fram kemur að hún hafi borist frá fanga.

Þegar embættið óskaði eftir upptökunum hafi komið í ljós að þeim hefði verið eytt en upplýst hafi verið að það væri jafnan gert að tveimur til þremur vikum liðnum frá upptöku.

Segir enn fremur að Umboðsmaður Alþingis hafi því óskað eftir nánari upplýsingum um verklagið, við eyðingu á upptökum, bæði almennt og þegar upp komi alvarleg atvik, eða kvartanir vegna slíks, sem gerist í vöktuðum rýmum. Jafnframt sé spurt sérstaklega út í nokkur atriði varðandi málið sem varð kveikjan að þessari athugun. Þar á meðal hvort umbeðið myndefni hafi verið skoðað og hvers vegna ekki hafi verið talin ástæða til að varðveita það, með tilliti til hugsanlegrar kvörtunar fangans eða málskots. Loks vilji embættið fá upplýsingar um lyktir þeirrar endurskoðunar sem staðið hafi yfir á verklagi við líkamsleitir á föngum. Óskað sé eftir svörum fyrir 9. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Fangi á Litla-Hrauni kvartaði til Umboðsmanns Alþingis – Upptökum hafði verið eytt þegar spurst var fyrir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk
Fréttir
Í gær
Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
Fréttir
Í gær
Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“