fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn gripnir með þrjár ferðatöskur fullar af fíkniefnum á leið til Íslands

Pressan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn frá Las Vegas Bandaríkjunum voru stöðvaðir á leið sinni til Íslands með þrjár ferðatöskur fullar af grasi.

Þeir höfðu innritað töskurnar sínar í flugið og pakkað grasinu ofan í þær í stórum lofttæmdum umbúðum. Ferðinni var heitið til Keflavíkur en þaðan ætluðu mennirnir svo að fljúga til Frakklands.

Tollverðir uppgötvuðu 68 pakkningar af grænum jurtum í töskunum og sýndu prófanir að í efninu mætti finna marijúana. Um var að ræða 33 kílógrömm allt í allt og áætlað götuvirði efnanna er um 49 milljónir, ef þau væru seld í Bandaríkjunum, en líklega er virðið þeirra allt að þrefalt í París, þar sem gras er enn ólöglegt.

Mennirnir tveir, Kaliq Talib McCallister og Christian Tyler Knight, hafa nú verið handteknir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og eru í haldi lögreglunnar í Virginíu.

„Gras er enn ólöglegt á alríkismælikvarðanum og ferðamenn sem smygla stórum pakkningum af marijúana eru að taka áhættu með sitt eigið frelsi bara til að eltast við nokkra þúsundkall,“ sagði yfirmaður hjá tollinum í Washington.

„Tollverðir og landamæraverðir eru engin lömb að leika sér við og okkar menn munu halda áfram að vinna með félögum okkar í lögreglunni til að tryggja það að smyglarar verði dregnir til ábyrgðar.“

Bandarísku tollyfirvöldin CBP komust svo skemmtilega að orði í tilkynningu sinni um handtökuna að tveir karlmenn frá höfuðborg fjárhættuspils, Las Vegas, hafi lagt allt að veði og tapað við það frelsinu.

Eins er tekið fram að það sé að færast í aukanna í Bandaríkjunum að ræktendur kannabis reyni að færa út kvíarnar til Evrópu, jafnvel þó efnið sé þar víða ólöglegt. Þar geti ræktendur selt efnið á hærra verði, enda sé eftirspurn í Evrópu eftir gæðagrasi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður