fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Samþykktu handtökuskipun manns sem sakaður er um barnaníð – Sagði fangelsin yfirfull og mikið ofbeldi stundað

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. febrúar 2024 17:30

Fanginn var látinn sleikja þvag af gólfinu. Mynd/Evrópuráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur vísað frá beiðni manns sem sakaður er um kynferðisbrot gegn börnum um ógildingu framsals. Maðurinn er farinn frá landinu.

Ríkissaksóknari ákvað að verða við evrópskri handtöku skipun sem gefin var út 5. desember árið 2023. Þessi ákvörðun var staðfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 16. febrúar og maðurinn handtekinn aðfaranótt 19. febrúar.

Sakaður um brot í langan tíma

Ekki er gefið upp hver maðurinn sé né frá hvaða landi hann kemur, en um er að ræða mann frá Evrópulandi. En honum er gefið að sök að hafa brotið kynferðislega gegn börnum á árunum 2021 til 2023. Maðurinn sagðist ekki kannast neitt við sakarefnið.

Í ljósi þess að þau brot eru einnig refsiverð hér á landi taldi dómari skilyrðum laga varðandi tvöfalt refsinæmi uppfyllt. Þá var einnig ágreiningslaust að skilyrðum um form og innihald handtökuskipunarinnar væri fullnægt sem og skilyrðum um lágmarksrefsiramma og dæmda refsingu.

Yfirfull fangelsi og mikið ofbeldi

Maðurinn, sem hefur verið búsettur hér í tvö ár, mótmælti ákvörðuninni með vísan til þess að hún væri í andstöðu við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er að í landinu sé þekkt að aðstæður í fangelsum séu óboðlegar. Fangelsin séu yfirfull og innan þeirra viðgangist mikið ofbeldi. Einnig að refsiramminn í því landi fyrir þessi brot sé í engu samræmi við alvarleikann, það er allt að 20 ára fangelsi.

En í dómnum segir hins vegar að viðkomandi ríki hafi fullgilt sáttmálann og skuldbundið sig til þess að veita öllum sem í landinu dveljast þau réttindi sem honum er ætlað að tryggja.

Þá hefur viðkomandi ríki einnig fullgilt Evrópuráðssamning um varnir gegn pyndingum og annarri grimmilegri og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.

Í dómi Landsréttar segir að búið var að fara með manninn úr landi áður en úrskurður héraðsdóms var kærður. Því hafi heimild til kæru brostið og málinu vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt