fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kristínu sárnaði þegar hún las Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðustu helgi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín S. Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, segir rangfærslur hafa birst í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um síðustu helgi sem nauðsynlegt sé að leiðrétta.

Kristín vísar í skrif sem birtust á síðum 16 og 17 í sunnudagsblaðinu þar sem skrifað var um sofandahátt íslenskra stjórnvalda í flóttamannamálum. Þau hefðu jafnvel látið yfirstjórn og eftirlit í hendurnar á „stjórnsömu en í raun umboðslausu ákafafólki“ sem ætti ekki að koma nálægt svona viðkvæmum málum.

„Margur hefur orðið meira en hugsandi yfir framgöngu áður virtra samtaka, eins og Rauða krossins, sem á sér mikla sögu og lengi naut verðskuldaðrar virðingar, frá atbeina sínum á stríðssvæðum við hjálp og björgun á löskuðu fólki og særðu, sem hvergi átti höfði að halla. En hér heima virðast þessi samtök illa hafa breyst og hafa nú á sínum snærum fjölda lögfræðinga, á háum launum, við að þvælast fyrir og að gera stjórnvöldum landsins erfitt fyrir að stemma stigu við flóttamannaóreiðunni, sem komin er í fullkomnar ógöngur.“

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Kristín að þessi staðhæfing sem birtist hér að framan eigi ekki við rök að styðjast. Ekkert lögfræðingateymi sé hjá Rauða krossi Íslands.

„Rauði kross­inn á Íslandi rak tals­mannaþjón­ustu fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd á ár­un­um 2014-2022. Inn­an­rík­is­ráðuneytið, sem síðar varð dóms­málaráðuneytið, fól fé­lag­inu þetta verk­efni á sín­um tíma með samn­ingi um að sinna þessu hlut­verki. Fé­lagið réð til sín sér­fræðinga sem voru hæf­ir til að sinna störf­um í sam­ræmi við kröf­ur samn­ings­ins, þar með talda lög­fræðinga sem fengu greidd þau laun sem rúmuðust inn­an samn­ings,“ segir Kristín í grein sinni.

Hún bætir við að talsmenn um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hafi það hlut­verk að gæta rétt­inda skjól­stæðinga sinna gagn­vart stjórn­völd­um og kveðið sé á um slíkt hlut­verk í alþjóðleg­um sátt­mál­um.

„Það var ákvörðun stjórn­valda að færa þessa þjón­ustu á einn stað en hafa hana ekki hjá sjálf­stætt starf­andi lög­mönn­um. Þessi ákvörðun var í senn tek­in til að draga úr kostnaði og bæta þjón­ustu,“ segir hún.

Kristín bendir svo á að í lok árs 2021 hafi ráðuneytið tekið þá ákvörðun að end­ur­nýja samn­ing­inn ekki og lagðist þjón­ust­an af á vor­mánuðum 2022.

„Á sama tíma luku lög­fræðing­arn­ir störf­um hjá Rauða kross­in­um og eng­inn lög­fræðing­ur starfar að mál­efn­um um­sækj­enda um alþjóðlega vernd eða flótta­fólks hjá fé­lag­inu í dag. Skrif Morg­un­blaðsins eru því til­hæfu­laus með öllu. Rauði kross­inn á Íslandi nýt­ur mik­ils traust og vel­vilja í sam­fé­lag­inu og hef­ur gert í 100 ár. Erfitt er að skilja hvers vegna Morg­un­blaðið kýs að beita ósann­ind­um til að reyna að sverta ímynd fé­lags­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti