fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Erla fengið nóg og segir að ráðamenn ættu að skammast sín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum horn­rek­ur, erum alls staðar fyr­ir og það virðist sem bara megi ráðstafa okk­ur eins og hverju öðru rusli,“ segir Erla Bergmann, eldri borgari og fyrrverandi starfsmaður í öldrunarþjónustu, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Erla skrifar þar um eldra fólk og velferðarkerfið í heild sinni og segir að vandinn sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn, til dæmis, glími við sé heimatilbúinn hjá stjórnvöldum. Segir hún engu líkara en að eldra fólk þessa lands sé alger afgangsstærð.

Algerlega siðlaust

„Það nýj­asta er það sem ég kalla nú­tíma­hreppa­flutn­inga. Þá er gamla fólkið sent á milli staða eða jafn­vel lands­hluta ef ein­hvers staðar finnst laus pláss á öldrun­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um þar. Þetta er al­ger­lega siðlaust. Við eig­um betra skilið, búin að skila okk­ar ævi­starfi og höf­um unnið að upp­bygg­ingu þessa þjóðfé­lags,“ segir hún.

Erla segir það lengi hafa legið fyrir að eldra fólki myndi fjölga mikið á komandi árum. Þessa fyrirsjáanlegu fjölgun hefði mátt undirbúa með því að byggja fleiri hjúkrunarheimili og ekki síður þau rými sem vantar sárlega í dag.

„Það eru dval­ar- og vistheim­ili eins og voru til fyr­ir nokkr­um árum þar sem fólk gat sótt um pláss án þess að fara á sjúkra- eða líkn­ar­deild. Það eru ein­mitt slík­ir staðir sem eldra fólkið sem er fast á Land­spít­al­an­um nú gæti nýtt sér – fólk sem er búið að fá bót meina sinna en get­ur ekki verið heima og þarf lág­marksþjón­ustu,“ segir hún og ítrekar að þetta verkefni hafi verið löngu fyrirséð.

„Það var hins veg­ar ein­hverra hluta vegna hvorki skipu­lagt né unnið af ráðamönn­um þjóðar­inn­ar. Nú kalla þeir klúðrið frá­flæðis­vanda og bæta um leið enn einu vanda­mál­inu í útþanið heil­brigðis­kerfið sem er á þol­mörk­um,“ segir hún.

Ættu hreinlega að skammast sín

Erla bendir á það sé mikið talað í þessum málum og jafnvel lofað og lofað. En einhverra hluta vegna sé ekkert framkvæmt. Hún sendir ráðamönnum þjóðarinnar skýr skilaboð.

„Ráðamenn tala mikið um hvað allt sé í góðu lagi hér en ættu að skamm­ast sín fyr­ir hvað margt er van­rækt og mörgu ábóta­vant í heil­brigðismál­um, hús­næðismál­um, skóla­kerf­inu og mun víðar. Samt er hægt að taka þátt í stríðsrekstri úti í heimi upp á marga millj­arða króna sem okk­ur kem­ur andsvítann ekk­ert við. Og svo má halda montráðstefnu í Hörpu sem engu skil­ar en kost­ar of fjár svo sem bíla- og vopna­kaup og fleira ber vitni um.“

Erla sendir líka ákall til verkalýðsforystunnar.

„Mikið vildi ég að verkalýðsforystan legði okk­ur lið í sam­vinnu við Lands­sam­band eldri borg­ara því við höf­um senni­lega flest verið í verka­lýðsfé­lög­um meðan við vor­um gjald­geng. Lág­marks­kraf­an er að laun­in okk­ar verði miðuð við lægstu um­sam­in laun – en ekki langt fyr­ir neðan þau eins og núna er. Mæl­ir­inn er löngu orðinn full­ur. Ráðamenn þurfa að vakna af þyrnirós­ar­svefn­in­um og fara að vinna fyr­ir kaup­inu sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“