Enn hefur ekki verið ákveðin aðalmeðferð í hinu hræðilega Bátavogsmáli en þar er Dagbjört Rúnarsdóttir ákærð fyrir að hafa pyntað sambýlismann sinn til bana síðastliðið haust.
Nýlega var úrskurðað um hvort Dagbjört þurfi að gangast undir frekara geðmat til að fá nánar úr því skorið hvort hún eigi að teljast sakhæf. Dagbjört neitaði frekara geðmati og kærði ákvörðun um það. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um aðra geðrannsókn en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi. Mun því ekki eiga sér stað frekari geðrannsókn á Dagbjörtu. Dagbjört telst sakhæf samkvæmt því geðmati dómskvadds matsmanns sem liggur fyrir. Dómari á hins vegar eftir að leggja endanlegt mat á sakhæfi hennar.
Hins vegar á enn eftir að rannsaka frekar niðurstöður krufningar á hinum látna. Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari svaraði fyrirspurn DV um stöðu málsins. Segir hún að dómkvaddur hafi verið réttarmeinafræðingur sem leggja á mat á tiltekin atriði tengd réttarkrufningu. Er það núna í ferli.