fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir að Rússar myndu að líkindum beina spjótum sínum að Íslandi kæmi til átaka milli þeirra og Atlantshafsbandalagsins, NATO.

Hoffmann er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem farið er yfir stöðu mála í stríðinu í Úkraínu og hugsanlegri stigmögnun sem margir óttast að verði að veruleika. Hafa sérfræðingar í ríkjum NATO varað við því að Rússar muni ráðast á ríki bandalagsins áður en langt um líður.

Sjá einnig: Þýskur toppráðgjafi segir ekki útilokað að Rússar ráðist á NATO

Sjá einnig: Hugsanlegt að stríð hefjist á milli Rússlands og NATO á næstu 10 árum

Hoffmann er spurður meðal annars um varnarviðbúnað Íslands og vekur svar hans athygli.

„Góðu fréttirnar fyrir Ísland eru að ég held ekki að landið ykkar yrði forgangsskotmark fyrir Rússa þegar kæmi að stigmögnun átakanna. Það eru stefnusmiðir í Evrópu sem eru nær Rússum og eru mikilvægari skotmörk fyrir þá,“ segir hann í viðtalinu en það eru þó einnig slæmar fréttir.

„Slæmu fréttirnar eru þær að það eru engu að síður miklar líkur á því að Ísland yrði fyrir árásum, því að landið yrði að mikilvægri miðstöð fyrir Bandaríkjamenn og liðsflutninga þeirra til Evrópu, og það eru engar líkur á því að Rússar myndu líta framhjá því,“ segir hann.

Hoffmann segir í viðtalinu að frá sjónarhóli Rússa hefðu þeir góða ástæðu til að ráðast á Keflavík, sérstaklega ef átök dragast á langinn og Bandaríkjamenn fara að senda herlið yfir Atlantshafið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar