fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Skúli spyr hvort ríkisvaldið sé á sjálfstýringu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon athafnamaður, sem þekktastur er fyrir að reka Subway staðina á Íslandi gerir umdeildar kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins um að ýmis landsvæði, þar á meðal stærstur hluti Vestmannaeyja, verði að þjóðlendum að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Hann segir málið stórfurðulegt og spyr hvort ríkisvaldið á Íslandi sé komið á einhvers konar sjálfstýringu þar sem enginn vilji kannast við að hafa átt frumkvæði að málinu.

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún segist ekki vera landtökukona

Skúli spyr í greininni hvaða tilgangi þessar kröfur þjóni og hvað eigendur ríkisins, fólkið í landinu, græði á þeim:

„Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans … Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra hefur vísað til þess að um sé að ræða ferli sem bundið var í lög um síðustu aldamót. Tilgangurinn með starfi óbyggðanefndar sé að eyða óvissu um eignarhald á landi. Skúli segir að ef slík óvissa sé til staðar færi betur á því að láta viðkomandi sveitarfélög sjá um hin umdeildu svæði. Ef málið snúist um náttúruvernd geti ríkið sett lög um slíkt án þess að taka landið til sín.

Skúli segir málið sett fram í algjöru tilgangsleysi, á meðan þjóðin glími við afleiðingar náttúruhamfara á Suðurnesjum, og án þess að nokkur viðurkenni að hafa átt frumkvæði að því:

„Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið.“

Hann hvetur Þórdísi Kolbrúnu að lokum til að endurskoða þjóðlendulögin.

Grein Skúla er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Í gær

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“