fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ákærður fyrir grimmilega hnífsstunguárás í Grafarholti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 11:00

Grafarholt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Wikimedia Commons - Roman Z

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem er um tvítugt, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir tilraun til manndráps með því að hafa framið afar hrottalega hnífsstunguárás í Grafarholti í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þolandi árásarinnar hlaut mikla áverka og ástæða er til að vara við lýsingum sem fara hér á eftir.

Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp en talið var líklegt að stunguárásin tengdist deilum milli hópa og sömuleiðis stunguárás í fangelsinu á Litla-Hrauni og skotárás í Úlfarsárdal sem framdar höfðu verið skömmu áður.

Sjá einnig: Viðbúnaður í Grafarholti eftir hnífstungu í nótt – Talið tengjast árásinni á Litla-Hrauni í gær

Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að hinn ákærði hafi ráðist á þolandann, sem einnig er karlmaður, fyrir utan íbúð og síðan elt hann uppi þegar hann hljóp í burtu og stungið hann margsinnis með hníf.

Voru afleiðingarnar þær að þolandinn hlaut 2-2,5 sentímetra stungusár aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Einnig 2,5 sentímetra stungusár framanvert á hægri brjóstkassa og síðu yfir rifjabarðinu skáhallt niður frá geirvörtu og beint neðan undan fremri fellingu holhandar (handarkrika) yfir lifrarsvæði. Þriðji skurðurinn var djúpur neðanvert á vinstri framhandlegg niður undan olnboga og fór að hluta til í gegnum sinar og sinafell þannig að réttisin olnboga var tekin í sundur að hluta og djúpt inn í vöðvann. Loks hlaut þolandinn skurð á vinstri baugfingri þar sem stór hluti gómsins skarst af lófamegin.

Krefst héraðssaksóknari þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar en þolandinn gerir kröfu um 2.500.000 krónur í miskabætur auk vaxta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta