fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Varpa ljósi á innihald bréfa sem Navalny skrifaði síðustu mánuðina sem hann lifði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 13:08

Alexei Navalny er mörgum harmdauði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska blaðið New York Times hefur komist yfir hluta af bréfum sem andófsmaðurinn Alexei Navalny skrifaði í fangaklefa sínum í Rússlandi síðustu mánuðina sem hann lifði.

Alexei lést í fangelsi síðastliðinn föstudag en hann var svarinn andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og telja margir, þar á meðal ekkja Navalny, að Pútín hafi fyrirskipað að hann skyldi myrtur.

Bréfin sem New York Times birtir þykja gefa ákveðna innsýn í hugarheim Navalny síðustu mánuðina hans. Hann dvaldi í fangelsi við erfiðar aðstæður en virðist hafa verið við ágæta andlega heilsu ef marka má innihald bréfanna.

Á einum stað talaði hann um að hafa lesið 44 bækur á ensku á einu ári. Þá talaði hann um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og líklegan kandídat Repúblikana fyrir komandi kosningar. Sagði hann að annað kjörtímabil Trumps væri „ógnvekjandi“ og kvaðst hann óttast að hann myndi hafa betur vegna heilsuleysis Joe Bidens sem er kominn á níræðisaldur.

Navalny er svo sagður hafa skipst á bréfum við baráttukonuna Kerry Kennedy sem er dóttir Robert F. Kennedy. Robert var öldungadeildarþingmaður og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins þegar hann var skotinn til bana árið 1968. Í bréfi sínu til hennar sagðist hann meðal annars hafa „grátið tvisvar eða þrisvar“ þegar hann las bók um föður hennar.

Þá þakkaði hann henni fyrir að senda henni plakat með tilvitnun í fleyg ummæli föður hennar um gildi þess að eiga von. „Ég vona að einn daginn geti ég hengt það upp á skrifstofunni minni,“ sagði hann.

Þá skrifaði hann í einu bréfinu um rússnesku fangaverðina sem gættu þess að hann færi hvergi. „Ef þeim er sagt að gefa þér kavíar þá gefa þeir þér kavíar. Og ef þeim er sagt að kyrkja þig í fangaklefanum þínum, þá kyrkja þeir þig,“ sagði hann.

Alexei og Yulia eiginkona hans saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir