fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Jónasi sjaldan verið eins misboðið á ævinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 11:07

Jónas Haraldsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Íslend­ing­ar lát­um ekki bjóða okk­ur hvað sem er, eins og þess­ir aðilar virðast greini­lega hafa haldið, að þeir gætu gert eins og þeim sýnd­ist með frekju og yf­ir­gangi máli sínu til fram­drátt­ar.“

Þetta segir Jónas Haraldsson lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir Jónas stríð Ísraels og Hamas að umtalsefni og fylgifisk þess sem er fjölgun flóttamanna frá Gasa til Evrópu, Íslands þar á meðal. Segir hann að þetta sé ekki það sem við Íslendingar þurfum á að halda.

Jónasi virðist mikið niðri fyrir vegna tjaldbúða sem reistar voru á Austurvelli í lok síðasta árs en þar komu saman Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra til að þrýsta á um fjölskyldusameiningar og að þeir Palestínumenn sem hingað eru komnir fái hæli.

Tjaldbúðirnar vöktu mikla athygli og gagnrýni sumra ráðamanna, til dæmis Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra eins og frægt er orðið.

Sjá einnig: Bjarni ósáttur við leyfisveitingu Reykjavíkurborgar – „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“

„Ósvífni og yfirgangur“

„Til að fylgja kröf­um sín­um eft­ir reistu þeir mörg tjöld á gang­stétt­inni fyr­ir fram­an Alþingi og bjuggu þar í mjög lang­an tíma. Jafn­framt festu þeir m.a. Palestínuf­ána á ljósastaura upp við sjálft Alþing­is­húsið og að auki á lága ljósastaura við gang­stíga á Aust­ur­velli. Þá voru gaskút­ar tengd­ir við tjöld­in auk lausra vöru­bretta og ým­is­legs drasls og skilta, sem voru í kring­um tjöld­in. Einnig notuðu þeir ís­lenska fán­ann eins og þeim sýnd­ist, en um notk­un hans gilda ströng ákvæði laga og reglna,“ segir Jónas í grein sinni í Morgunblaðinu.

Jónas segist hafa orðið var við það úti um allt að þessi „ósvífni og yfirgangur“ hafi valdið innfæddum Íslendingum mikilli reiði og ýtt undir neikvæða afstöðu til „Palestínu-Araba og trúbræðra þeirra“ eins og Jónas segir sjálfur.

Sjá einnig: Davíð Þór ómyrkur í máli: Það er verið að mata okkur á þeirri hugmynd að ekki sé hægt að elska alla

„Sjálf­um hef­ur mér sjald­an verið eins mis­boðið á æv­inni, að sjá þenn­an ósóma á sjálf­um Aust­ur­velli, og þá ekki síður að búið væri að reisa stórt tjald með sófa­sett­um og til­heyr­andi drasli við og inni í því tjaldi. Þetta var gert með leyfi þeirra sem stjórna Reykja­vík­ur­borg nú í dag illu heilli. Þessi tjald­borg stóð þarna í rúm­an mánuð og var um leið niður­lægj­andi fram­koma gagn­vart Reyk­vík­ing­um og ekki síst virðingu Alþing­is.“

Segir hingað og ekki lengra

Jónas veltir fyrir sér hvert markmiðið var og hvort þeir sem að tjaldbúðunum stóðu hafi haldið að þeir gætu leyft sér hvað sem er. „Við Íslend­ing­ar lát­um ekki bjóða okk­ur hvað sem er, eins og þess­ir aðilar virðast greini­lega hafa haldið, að þeir gætu gert eins og þeim sýnd­ist með frekju og yf­ir­gangi máli sínu til fram­drátt­ar. Helg­ar til­gang­ur­inn meðalið? Ég spyr: er fram­ferði sem þetta það sem mun raun­ger­ast hér á landi til framtíðar varðandi kröfu­gerð flótta­manna og stuðningsaðila þeirra?“

Jónas segir að stjórnvöld hefðu átt að fjarlægja þessi tjöld af gangstéttinni og af Austurvelli vegna þeirrar vanvirðingar sem Alþingi og Íslendingum var sýnd.

„Þessi ræfil­dóm­ur ís­lenskra stjórn­valda vegna of­rík­is og frekju þess­ara áður­nefndu aðila og fleiri, sbr. t.d. sam­tök­in No Bo­ar­ders, leiðir hug­ann að því hver sé rétt­ur Íslend­inga í dag til að fá að lifa í land­inu í friði með sín lífs­kjör og menn­ingu. Á sama tíma er flótta­manna­straum­ur­inn að kæfa okk­ur og er þegar orðinn gíf­ur­leg­ur fjár­hags­leg­ur baggi á rík­is­sjóð og þar með skatt­borg­ara lands­ins. Það ástand mun versna haldi fram sem horf­ir. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki leng­ur unað. Hingað og ekki lengra. Það er komið meira en nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“