fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Var þetta afhjúpunin sem kostaði Navalny lífið?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 04:44

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur svo sem alltaf verið vitað að Vladímír Pútín og fjölskylda hans voru ekki miklir aðdáendur  Alexey Navalny. Hann stóð uppi í hárinu á Pútin og afhjúpaði margt varðandi forsetann og störf hans en miðað við það sem Navalny kom upp um þá er ekki annað að sjá en Pútín reki Rússland sem fjölskyldufyrirtæki og beiti mafíuaðferðum við það. Fólki er rutt úr vegi ef það þykir vera hin minnsta ógn við Pútín. Pútín og hans fólk láta greipar sópa um auðlindir landsins og efnast vel. Svo vel hefur Pútín efnast á þessu að sumir telja hann vera ríkasta mann heims.

Navalny lést á föstudaginn í fangabúðunum IK-3 sem eru 60 km norðan við heimskautsbaug. Þetta eru í raun þrælkunarbúðir frá tíma Sovétríkjanna.

Meðal þess sem Navalny afhjúpaði um Pútín er að hann á ástkonur sem eru dýrar í rekstri og risastórar hallir. En getur verið að nýjasta afhjúpunin hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Pútín og varð til þess að Navalny, sem var 47 ára, var drepinn?

Það er lítill vafi í hugum flestra á Vesturlöndum um að Pútín hafi fyrirskipað að nú væru dagar Navalny taldir og að þeirri fyrirskipun hafi verið framfylgt.

Fyrir nokkrum vikum skýrðu Navalny og samtök hans, sem berjast gegn spillingu, frá því hvernig Maria Vorontsova, sem er læknir og dóttir Pútíns, hefur auðgast gríðarlega á vafasömum viðskiptum.

Með því að grafa í opinberum skrám telja samtökin sig hafa sannanir fyrir að Maria, sem er 38 ára, hafi á þremur árum haft einn milljarð rúbla í laun og fjármagnstekjur. Þetta svarar til um 1,5 milljarða íslenskra króna.

Peningarnir komu í gegnum fyrirtækið SOGAZ, sem sætir refsiaðgerðum Vesturlanda, sem er nátengt Kreml og hinni pólitísku elítu í Rússlandi. Það kemur auðvitað ekki á óvart að rússneskir fjölmiðlar hafa ekki fjallað um þessar afhjúpanir.

Navalny kom fram á sjónarsviðið 2007 sem baráttumaður gegn spillingu. Hann keypti hlutabréf í rússneskum fyrirtækjum og fékk þannig aðgang að aðalfundum þeirra þar sem hann spurði svo gagnrýninna spurninga um rekstur þeirra og fleira.

Hann kom einnig við sögu í mörgum pólitískum hreyfingum og mótmælum gegn rússneskum stjórnvöldum. Hann reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín þegar kosið var um forseta 2018 en Pútín kom í veg fyrir það.

2022 afhjúpaði Navalny í myndbandi á YouTube að Pútín á glæsilegt sumarhús, eða öllu heldur sumarhöll, upp á 18.000 fermetra.

Navalny var handtekinn í ársbyrjun 2021 en hafði áður gefið samstarfsfólki sínu fyrirmæli um að birta myndbandið sem ber heitið „Höll Pútíns – Sagan um mestu mútur sögunnar“. Í myndbandinu var fjallað um auðæfi Pútíns og gripu margir erlendir fjölmiðlar málið og fjölluðu um það, þar á meðal BBC og Time.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka