fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Uglur sjást víða á höfuðborgarsvæðinu – „Maður á ekki að styggja uglur“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 19:15

Tvær sáust í Kópavogi, ein í Garðabæ og ein í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur borið á uglum á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum dögum. Eftir að DV greindi frá uglu sem sat í runna í Garðabæ í byrjun mánaðar hafa í tvígang sést uglur í Kópavogi og einu sinni í Hafnarfirði. Sú sem fannst í Hafnarfirði var reyndar vængbrotin og þurfti að aflífa hana.

„Það er ekki hægt að segja að þetta sé óvenjulegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. „Það virðist skiptast svolítið á milli ára hversu mikið er af uglum og hversu mikið þær sækja inn í þéttbýlið.“

Gunnar tekur hins vegar undir að það sé mikið af tilkynningum um uglur í þéttbýli um þessar mundir.

Músafjöldi og snjóalög

Það sem skiptir mestu er fæðuframboðið. Gunnar segir að uglurnar velji mýs að éta ef þær eru í boði. Músastofninn í sveitum landsins sveiflast hins vegar eins og aðrir dýrastofnar. Ef lítið er til af músum hafa uglur tilhneigingu til þess að leita í smáfugla, eins og þresti og stara, sem halda mikið til í eða í námunda við þéttbýli.

En það er ekki aðeins músafjöldinn sem skiptir máli heldur einnig aðgengið.

Sjá einnig:

Ugla í Garðabæ

„Við sjáum frekar uglur frekar í bæjum þegar það er mikill snjór,“ segir Gunnar. „Ef það eru mjög mikil snjóalög er aðgangur þeirra að músunum erfiðari. Branduglan, sem er langalgengasta uglan hér á landi, er aðlöguð að því að veiða mýs í gróðri. Þær eiga erfitt með að veiða í gegnum snjóinn.“

Fólk espist upp

Gunnar á mjög bágt með að segja til um hversu stór uglustofninn er hér á Íslandi. Sennilega séu varpfuglar fleiri en þúsund. Sumar uglur fara af landinu á haustin, það fer eftir fæðuframboðinu. Einnig koma annars lagið gusur af erlendum uglum til landsins.

Erfitt er að mæla hversu mikið er af uglum er á landinu hverju sinni en fjöldi tilkynninga gefur einhverjar vísbendingar um að stofninn sé nokkuð sveiflóttur.

Gunnar er prófessor við Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í uglum.

Sum árin sjást fleiri uglur en önnur en það þarf samt ekki endilega að endurspegla fjöldann. Það getur einnig endurspeglað hegðun fuglanna. „Þegar það er lítið að éta eru uglur miklu meira á ferðinni. Þá eru þær líklegri til að sjást,“ segir Gunnar.

Önnur flækja er hegðun mannskepnunnar.

„Það er tilhneiging á samfélagsmiðlum að ef einhver byrjar að tilkynna uglur eru aðrir líklegri til að tilkynna uglur í kjölfarið. Fólk espist upp,“ segir Gunnar. Það komi fyrir að fólk fari allt í einu að birta gamlar myndir af uglum, jafn vel nokkurra ára gamlar.

Ekki styggja uglur

Aðspurður um sníkjudýr og hvort fólk eigi að vera að koma nálægt uglum segir Gunnar að öll villt dýr hafi einhver ytri og innri sníkjudýr. Til að mynda áttfætlumaura í fjöðrunum og hamnum. Í uglum séu ekki mikið af sníkjudýrum á veturna en á sumrin séu á þeim svokallaðar lúsflugur.

Gullin regla sé að láta þær þó í friði.

„Maður á ekki að styggja uglur,“ segir Gunnar og bendir á að þær séu næturdýr. „Þegar þær sofa á daginn koma þær sér fyrir á stað sem þær telja vera öruggan. Í friði fyrir öðrum fuglum. Þegar maður fælir upp uglu að degi til getur maður verið að gera henni óleik.“

Fælist ugla á daginn er hætt við að hún verði fyrir árás hrafna eða máva. Einnig verða smáfuglarnir hennar varir og hamast í henni með háværum varnarhljóðum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“