Navalny afplánaði fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn. Mannréttindasamtök víða um heim höfðu gagnrýnt þá meðferð sem Navalny hlaut í Rússlandi.
Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, segir það engum vafa undirorpið hver ber ábyrgð á dauða Navalny.
„Þar drap Pútin Navalny. Ótrúlega sorglegt að það smámenni hafi náð að drepa svo hugrakkan mann,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni og taka margir undir.
„Óbærilegt, ekkert annað,“ segir leikkonan og eiginkona Illuga, Guðrún S. Gísladóttir. „Algjörlega hræðilegt og óþolandi,“ segir Hrönn Eggertsdóttir. „Þyngra en tárum taki,“ segir Laufey Waage.
„Hryllingur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason við færslu Illuga en hann skrifar svo færslu á eigin síðu þar sem hann segir: „Dauði Navalnys er skelfileg frétt. Minnir á fólskuverk Stalínstímans. Maður er skekinn.“
Undir það tekur Páll Ragnar Pálsson, gítarleikari og tónskáld. „Ein bjartasta rödd frelsis og réttlætis drepin. Sorgardagur fyrir mannkynið,“ segir hann.
Navalny hafði mátt þola ýmislegt áður en hann lést en hann veiktist hastarlega árið 2020 og honum vart hugað líf. Hann var hins vegar fluttur á sjúkrahús í Þýskalandi þar sem læknar sögðu allt benda til þess að hann hefði orðið fyrir einhvers konar eitrun. Eftir að hann sneri aftur til Rússlands var hann handtekinn og réttað yfir honum þar sem hann var að lokum dæmdur til langrar fangelsisvistar.
Navalny var harður andstæðingur Pútíns og fletti meðal annars ofan af spillingu sem tengdist forsetanum.
Dauði Navalny hefur vakið mikla athygli og sagði Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á samfélagsmiðlinum X að dauði Navalny væru skelfilegar fréttir.
Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák var einnig ómyrkur í máli á X, og sagði að Pútín hefði mistekist að drepa Navalny með eitri. Þess í stað hafi hann drepið hann hægum dauðdaga fyrir allra augum í fangelsi. „Hann var drepinn fyrir að opinbera Pútín og mafíu hans sem þá þjófa og bófa sem þau eru. Hugur minn er hjá eiginkonu og börnum þessa hugrakka manns.“
Hér má sjá brot af umræðunni á X:
Putin tried and failed to murder Navalny quickly and secretly with poison, and now he has murdered him slowly and publicly in prison. He was killed for exposing Putin and his mafia as the crooks and thieves they are. My thoughts are with the brave man’s wife and children.
— Garry Kasparov (@Kasparov63) February 16, 2024
“I have to go back.” Speaking just before he returned to Russia, Navalny told me: “I don’t think that I can have such a privilege of being safe in Russia, but I have to go back, because I don’t want this group of killers [to] exist in Russia. I don’t want Putin ruling Russia.” pic.twitter.com/ScgHCb7jYu
— Christiane Amanpour (@amanpour) February 16, 2024
Deeply disturbed and saddened by news of the death of Alexei Navalny.
Putin fears nothing more than dissent from his own people.
A grim reminder of what Putin and his regime are all about.
Let’s unite in our fight to safeguard the freedom and safety of those who dare to… pic.twitter.com/YoIbS7XbdX
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 16, 2024
“Listen, I’ve got something very obvious to tell you. You’re not allowed to give up. If they decide to kill me, it means that we are incredibly strong.” – Alexei Navalny
My deepest condolences to Alexei Navalny’s family and friends, to his staff, and to the people of Russia.
— Hillary Clinton (@HillaryClinton) February 16, 2024
Let’s make no mistake, Putin assassinated Navalny. He did so because Navalny was brave enough to stand up to Putin. He did so because Navalny offered the Russian people and alternative to kleptocracy and repression. This is a tragic day for Navalny’s family but also for Russia https://t.co/TwgOQIb70D
— Bill Browder (@Billbrowder) February 16, 2024
The world has lost a fighter whose courage will echo through generations.
Horrified by the death of Sakharov Prize laureate Alexei Navalny.
Russia took his freedom & his life, but not his dignity.
His struggle for democracy lives on.
Our thoughts are with his wife & children. pic.twitter.com/JMSAkLpb0T
— Roberta Metsola (@EP_President) February 16, 2024
Putin killed Navalny.
Report it straight.
— Michael McFaul (@McFaul) February 16, 2024
This is terrible news. As the fiercest advocate for Russian democracy, Alexei Navalny demonstrated incredible courage throughout his life.
My thoughts are with his wife and the people of Russia, for whom this is a huge tragedy. https://t.co/AQvQQW5GBh
— Rishi Sunak (@RishiSunak) February 16, 2024