fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Guðni þakklátur fyrir stuðninginn – Ekki sjálfgefið á tímum öfga og óskammfeilni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist þakklátur fyrir það að hafa notið stuðnings samlanda sinna í forsetaembættinu.

Guðni tjáir sig stuttlega í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er Þjóðarpúls Gallup sem sýnir mikla ánægju með hans störf. 81 prósent landsmanna eru ánægð með störf hans en til samanburðar voru 73% ánægð með hans störf árið 2021.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Guðna að ekki sé „sjálfgefið á tímum aukinna öfga og óskammfeilni í samfélagsumræðu“ að geta búist við svona góðum stuðningi.

„Mér þykir líka vænt um all­ar þær stuðningskveðjur sem ég hef fengið nú frá ára­mót­um. Íslend­ing­ar eru heil­steypt­ir, vina­leg­ir og rétt­sýn­ir, upp til hópa,“ seg­ir Guðni.

Guðni tilkynnti sem kunnugt er í nýársávarpi sínu að hann ætli að láta af embætti á þessu ári og má því búast við því að nýr forseti verði kjörinn á Bessastaði í kosningum þann 1. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy