fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Elías bróðir Lúðvíks stígur fram: „Hvernig gerðist þetta?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 08:01

Lúðvík Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gríðarlega nauðsynlegt fyrir okkur öll, að mínu viti, ekki bara fjölskylduna, heldur bara þá sem horfðu á þetta, að þetta verði rannsakað. Og einhvern veginn verði eitthvert samtal um það sem gerðist. Hvernig gerðist þetta og hvað dró að þessu?“

Þetta segir Elías Pétursson í forsíðuviðtali Heimildarinnar í dag en Elías er bróðir Lúðvíks Péturssonar sem hvarf þegar hann féll ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum.

Í viðtalinu er rætt við Elías um slysið og segir hann að mörgum spurningum sé ósvarað. Á einum stað í viðtalinu segir hann til dæmis:

„Það hefur enginn í þessu systemi sem við köllum almannavarnir, sem eru þá lögregla og viðbragðsaðilar, sest niður og reynt að fara yfir þetta með okkur. Það er ekki hægt að tala um neitt samtal, við höfum bara lesið um þetta í fjölmiðlum.“

Elías segir einnig að í raun hafi komið fram upplýsingar sem vekja í raun enn fleiri spurningar. Til dæmis hafi Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, sagt í viðtölum að Lúðvík hefði verið sendur í verkefnið til að auðvelda tjónaskoðunarmönnum Náttúruhamfaratryggingar að fara um og meta ástand hússins þar sem hann var við vinnu.

„Hafandi unnið við þetta nokkuð lengi fannst mér mjög sérstakt að heyra það,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að skiljanlegt sé að menn séu sendir af stað þegar opna þarf götur fyrir viðbragðsaðila eða bjarga hitaveitu sem er að slitna.

„En þegar menn eru komnir inn á lóðir að vinna á ég mjög erfitt með að skilja af hverju menn fara þá ekki í að leita af sér grun um undirliggjandi sprungu, með tækjabúnaði sem er sannarlega til,“ segir hann í viðtalinu við Heimildina.

Ítarlega er rætt við Elías í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu